Author: Jóhanna Eyrún Torfadóttir

Dr. Jóhanna er löggiltur næringarfræðingur og doktor í lýðheilsuvísindum. Hún starfar sem rannsóknarsérfræðingur hjá Miðstöð í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands og sem fræðslufulltrúi hjá Krabbameinsfélagi Íslands.

Ný íslensk rannsókn birtist í PloS One á dögunum þar sem sagt er frá 18 ára ungmennum sem öll voru í kjörþyngd en markmið rannsóknarinnar var að bera saman lífsstíl og valda heilsufarsþætti þeirra þátttakenda sem voru með hlutfallslega háa líkamsfitu og þátttakenda með lægri líkamsfitu. Efnaskiptavilla (metabolic syndrome) er oft undanfari þess að viðkomandi þrói með sér sykursýki af gerð tvö og hjarta- og æðasjúkdóma og því er mikilvægt að horfa til áhættuþátta tengda efnaskiptum. Þar sem konur eru almennt með hærri líkamsfitu (tengist kynhormónum) þá var skilgreiningin á hárri líkamsfitu mismunandi eftir kyni. Þannig voru kvenkyns þátttakendur skilgreindir…

Read More

Það er orðið nokkuð algengt að við heyrum af einstaklingum sem eru með bráðaofnæmi fyrir hnetum og þá sérstaklega jarðhnetum. Samkvæmt upplýsingum úr fræðslubæklingi um fæðuofnæmi hjá Astma- og ofnæmisfélagi Íslands þá sýna erlendar rannsóknir að tíðni fæðuofnæmis sé 2-9% meðal barna undir þriggja ára aldri. Algengt er að fæðuofnæmi hverfi með hækkandi aldri eða í 40% tilvika. Það á helst við þegar börn þjást af ofnæmi fyrir eggjum, mjólk og mjólkurvörum. Algengir ofnæmisvaldar eru: mjólk, egg, jarðhnetur, trjáhnetur, soja, hveiti, fiskur og skelfiskur. Samkvæmt upplýsingum úr áðurnefndum bæklingi þá fá 0,2% barna hnetuofnæmi. Í Bandaríkjunum er talið að 0,6%…

Read More

Í dag birtist grein í Læknablaðinu sem fjallar um hamlandi viðhorf til eigin mataræðis meðal Íslendinga (úrtakið var um 5500 þátttakendur). Þátttakendur sem tóku þátt í rannsókn á vegum Embætti landlæknis (Heilsa og líðan) svöruðu fimm spurningum um viðhorf til eigin mataræðis og ef þeir svöruðu að minnsta kosti þremur þeirra á neikvæðan hátt þá voru þeir metnir með hamlandi fæðuviðhorf (unhealthy eating attitude). Algengast var að þátttakendur sem voru með hamlandi viðhorf til eigin mataræðis sögðust: fá samviskubit eftir að hafa borðað sætindi þurfa að hafa stjórn á því hvað borðað er vera ósáttir við eigin matarvenjur Í ofangreindri rannsókn…

Read More

Þó fátt sé skemmtilegra en að grilla góðan mat og njóta í góðra vina hópi, þá er mikilvægt fyrir heilsu okkar að grilla rétt. Það sem skiptir mestu máli er að gæta þess að brenna ekki kjötið sem er verið að grilla en við það myndast efni (fjölhringja sambönd) sem geta verið krabbameinsvaldandi. Hér má sjá ráðleggingar til að koma í veg fyrir að kjötið brenni: Grillum ekki yfir opnum eldi eða logandi kolum Snúum kjötinu reglulega á grillinu Hægt er að byrja eða klára eldunina í ofni (ef vill) Notið álpappír eða álbakka en þannig lekur síður fita/marinering niður,…

Read More

Ég fæ reglulega þessa spurningu af því að flestir vita að líkaminn getur búið til D-vítamín ef sólin skín á húðina okkar. Á sólríkum dögum er nóg að vera í 10-15 mínútur í sólinni ef maður er léttklæddur, til að fá nóg af D-vítamíni fyrir daginn. Hér á landi er hinsvegar ekki hægt að treysta á þessa leið til að  fá ráðlagðan skammt af D-vítamíni. D-vítamín er af skornum skammti í mat en er helst að finna í fiskilifur, lýsi, lúðu, lax, síld (og öðrum feitum fisktegundum), eggjum og D-vítamínbættum vörum eins og viðbiti, jurtamjólk og kúamjólk. Ráðlagður dagskammtur (RDS)…

Read More

Í San Francisco munu ný lög taka gildi 25. júlí næstkomandi til verndar neytendum. Ef drykkir sem innihalda viðbættan sykur eru auglýstir utandyra t.d. á strætóskýlum þarf einnig að koma fram viðvörunartexti sem segir: Neysla drykkja sem innihalda viðbættar sykurtegundir stuðlar að offitu, sykursýki og tannskemmdum. Fréttir af þessu voru nýlega birtar á heimasíðu Harvard School of Public Health þar sem þessari aðgerð er lýst sem sigri í þágu lýðheilsu, en einnig er búist við því að ákvörðuninni verið áfrýjað af hálfu matvælafyrirtækja sem framleiða slíka drykki. Aðrar góðar fréttir fyrir bandaríska neytendur er ný löggjöf þar sem neytendur munu…

Read More

Anna Þyrí Hálfdanardóttir BS-nemi í næringarfræði við Háskóla Íslands ritar: Offita er ört stækkandi vandamál í heiminum í dag og spilar neysla á sykruðum matvörum og drykkjum þar stórt hlutverk. Einstaklingar í offitu eru í aukinni hættu á að fá efnaskiptasjúkdóma, svo sem sykursýki af tegund 2, og hjarta-og æðasjúkdóma. Með aukinni vitundarvakningu meðal almennings um skaðsemi sykurs er eftirsóknarvert að skipta honum út fyrir náttúruleg sætuefni sem innihalda ekki hitaeiningar. Eru  sætuefni betri kostur en sykur? Sumar rannsóknir sýna að neysla á sætuefnum getur í raun leitt til þyngdaraukningar. Ein rannsókn, sem gerð var á 3.682 einstaklingum, skoðaði langtímaáhrif…

Read More

Fyrir stuttu var ég beðin um að svara spurningum um grænmetisætur fyrir Fréttablaðið og birtist sú umfjöllun í blaðinu þann 28. apríl sl. Hér má sjá lengri útgáfuna af svörunum mínum: Hefur grænmetisætum farið fjölgandi undanfarið? Ég veit því miður ekki svarið við þessari spurningu. Það er án efa mikil vakning um hvaða áhrif matvælavinnsla hefur á umhverfið okkar og myndi ég gera ráð fyrir að það hafi orðið þó nokkur fjölgun undanfarið vegna aukinnar umræðu  um  bæði umhverfis- og heilsutengd málefni en líka um meðferð dýra til manneldis. Fjöldi grænmetisæta er líka tengd menningu og trúarbrögðum og má til…

Read More

Alþjóðakrabbameinsrannsóknasjóðurinn (World Cancer Research Fund International) gaf út nýja skýrslu í þessum mánuði, þar sem farið er yfir nýjustu rannsóknir á tengslum lífsstíls og magakrabbameins. Í dag er magakrabbamein fimmta algengasta krabbameinið í heiminum og þriðja algengasta dánarorsök af völdum krabbameins. Á Íslandi hefur nýgengi magakrabbameins lækkað mikið á undanförnum áratugum og er sjúkdómurinn algengari meðal karla. Árlega eru að greinast að meðaltali 18 karlar og 12 konur með sjúkdóminn hér á landi. Helstu áhættuþættir fyrir magakrabbamein eru: Að drekka þrjá eða fleiri áfenga drykki á dag. Að borða reglulega matvæli sem innihalda mikið af salti eins og kjöt, fisk (t.d. harðfisk…

Read More

Óla Kallý Magnúsdóttir, næringarfræðingur á Landspítala ritar: Fimmtudaginn 7.apríl sl. var Alþjóðadagur heilbrigðis sem að þessu sinni var tileinkaður sykursýki. Þennan dag á Íslandi hittust 130 læknar, næringarfræðingar, hjúkrunarfræðingar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn sem sinna einstaklingum með sykursýki af tegund 2 til að ræða næringarmeðferð þessa hóps. Þetta er í fyrsta skipti hérlendis sem svo margir heilbrigðisstarfsmenn hafa komið saman til að ræða næringarmeðferð við sykursýki og sýnir  greinilega áhugann og þörfina á umræðu um þessi mál. Undanfarin misseri hefur hópur næringarfræðinga á Næringarstofu Landspítala og Rannsóknarstofu í næringarfræði við Háskóla Íslands og Landspítala, unnið að endurskoðun leiðbeininga um næringarmeðferð einstaklinga…

Read More