Ný lög í San Francisco krefjast viðvörunarmerkingar þar sem sykraðir drykkir eru auglýstir

0

Í San Francisco munu ný lög taka gildi 25. júlí næstkomandi til verndar neytendum. Ef drykkir sem innihalda viðbættan sykur eru auglýstir utandyra t.d. á strætóskýlum þarf einnig að koma fram viðvörunartexti sem segir: Neysla drykkja sem innihalda viðbættar sykurtegundir stuðlar að offitu, sykursýki og tannskemmdum.

vidvorun

Fréttir af þessu voru nýlega birtar á heimasíðu Harvard School of Public Health þar sem þessari aðgerð er lýst sem sigri í þágu lýðheilsu, en einnig er búist við því að ákvörðuninni verið áfrýjað af hálfu matvælafyrirtækja sem framleiða slíka drykki.

Aðrar góðar fréttir fyrir bandaríska neytendur er ný löggjöf þar sem neytendur munu loksins geta séð magn viðbætts sykurs í næringargildismerkingu. Slíkt er því miður ekki í boði fyrir neytendur í Evrópu samkvæmt löggjöfinni sem gildir á evrópska efnahagssvæðinu. Besta leiðin hér á landi til að fylgjast með hvort vara innihaldi viðbættar ein- eða tvísykur er að lesa innihaldslýsinguna vel og vandlega. Til að sjá magnið af viðbættum sykurtegundum má fletta matvælum upp í gagnagrunni sem kallast ÍSGEM.

Ítarefni:

Hvað er viðbættur sykur

Gosdrykkir – hvað gerist í líkamanum

Stevía – betri kostur en sykur?

Kostir og gallar Smoothie

 

Share.

Dr. Jóhanna er löggiltur næringarfræðingur og doktor í lýðheilsuvísindum. Hún starfar sem rannsóknarsérfræðingur hjá Miðstöð í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands og sem fræðslufulltrúi hjá Krabbameinsfélagi Íslands.