Heilsan okkar fjallar um málefni sem tengjast heilsu þjóðarinnar og byggð eru á bestu þekkingu hverju sinni.

Verkefnið hlaut styrk úr Lýðheilsusjóði 2014.

Lára G. Sigurðardóttir, MD, PhD, ritstjóri

Dr. Lára er læknir og doktor í lýðheilsuvísindum. Hún hefur rannsakað áhrif svefns og melatóníns á heilsu fólks. Lára starfar hjá Krabbameinsfélaginu þar sem hún er nú fræðslustjóri. Lára gaf út bókina Útivist og afþreying fyrir börn og heldur einnig úti heimasíðunni www.utipukar.is sem hefur það markmið að auðvelda fjölskyldum að finna afþreyingu.

Lesa greinar eftir Láru

Edda Björk Þórðardóttir, PhD, ritstjóri

Dr. Edda Björk er með doktorsgráðu í lýðheilsuvísindum og BA gráðu í sálfræði. Hún starfar sem nýdoktor við Háskóla Íslands og sinnir kennslu við þá stofnun. Helstu rannsóknir hennar eru á sviði áfallafræða. Edda Björk starfaði hjá Embætti landlæknis meðfram doktorsnáminu.

Lesa greinar eftir Eddu

Jóhanna E. Torfadóttir, MSc, PhD, ritstjóri

Dr. Jóhanna er löggiltur næringarfræðingur og doktor í lýðheilsuvísindum. Hún starfar sem nýdoktor og stundakennari hjá Miðstöð í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands. Hún rannsakar meðal annars tengsl D-vítamíns og krabbameina.

Lesa greinar eftir Jóhönnu

Hildur G. Ásgeirsdóttir, BSc, MPH

Hildur er sjúkraþjálfari, lýðheilsufræðingur og doktorsnemi í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands. Hún hefur rannsakað sambandi andlegrar og líkamlegrar líðanar og vinnur hún að rannsókn um áhrif efnahagshrunsins á tíðni sjálfsskaða og sjálfsvíga. Hún er yogakennari og hefur einnig kennt bakleikfimi, gigtar- og hjartaþjálfun. Samhliða námi hefur hún unnið sem Hreyfistjóri við ráðleggingar í Hreyfiseðlum hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis.

Lesa greinar eftir Hildi

Ragnhildur G. Finnbjörnsdóttir, PhD

Dr. Ragnhildur er líffræðingur, umhverfis- og auðlindafræðingur og doktor í lýðheilsuvísindum. Hún hefur einkum rannsakað áhrif umhverfis á heilsu fólks. Ragnhildur starfar sem tölfræðiráðgjafi hjá Tölfræðiráðgjöf Heilbrigðisvísindasviðs HÍ. Samhliða doktorsnámi vann hún hjá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og hjá Umhverfisstofnun við loftgæða- og loftslagsmál.

Lesa greinar eftir Ragnhildi

Védís H. Eiríksdóttir, PhD

Védís er matvæla- og lýðheilsufræðingur og starfar sem verkefnisstjóri á Heilbrigðisupplýsingasviði Embætti landlæknis. Hún er doktor í lýðheilsuvísindum frá Háskóla Íslands, en hún rannsakaði áhrif efnahagshrunsins á Íslandi árið 2008 á heilsu verðandi mæðra og fæðingarútkomur.

Lesa greinar eftir Védísi

 

Maríanna Þórðardóttir, BA, MPH

Maríanna er lýðheilsufræðingur og doktorsnemi í líf- og læknavísindum við Háskóla Íslands. Hún er með BA gráðu í heilbrigðisvísindum frá Metropolitan University College í Kaupmannahöfn þar sem hún sérhæfði sig í heildrænni nálgun á næringu, hreyfingu og aðra lífsstílstengda þætti. Hún hefur m.a. rannsakað áhrif offitumeðferðar á andlega líðan og félagslega virkni.

Lesa greinar eftir Maríönnu

Emma Swift, BSc, MSc

Emma er ljósmóðir með meistaragráðu í ljósmóðurfræðum frá Hannover Medical School. Hún vann sem ljósmóðir í Bandaríkjunum á árunum 2010-2013 og er í doktorsnámi í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands. Áður lauk hún námi í véla- og iðnaðarverkfræði við Háskóla Íslands.

Lesa greinar eftir Emmu

Ragnhildur Magnúsdóttir, MD

Ragnhildur er sérfræðingur í kvensjúkdómum og fæðingarhjálp. Hún starfar hjá Livio Reykjavík við frjósemismeðferðir og er einnig með almenna móttöku vegna kvensjúkdóma.

Lesa greinar eftir Ragnhildi

.