Author: Jóhanna Eyrún Torfadóttir

Dr. Jóhanna er löggiltur næringarfræðingur og doktor í lýðheilsuvísindum. Hún starfar sem rannsóknarsérfræðingur hjá Miðstöð í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands og sem fræðslufulltrúi hjá Krabbameinsfélagi Íslands.

Sara Lind sjúkraþjálfari og lýðheilsufræðingur ritar: Rannsóknir hafa sýnt fram á að svefn er mjög mikilvægur og grunnstoð þegar kemur að líkamlegri og andlegri heilsu (1,2). Þrátt fyrir það er talið að meira en helmingjur fullorðinna einstaklinga uppfylli ekki skilyrðin um ráðlagðan svefn (2). En hversu margar klukkustundir af svefn þurfum við til að uppfylla þessi skilyrði? Fullorðnir: 7-9 klukkustundir. Unglingar: 9-10 klukkustundir. Börn: allt upp í 17 klukkustundir hjá nýfæddum börnum. Mismunandi er hversu miklum djúpsvefni einstaklingar ná, en það er nánast engin fullorðin einstaklingur sem þarf minna en 7 tíma af svefn (2). Rannsóknir hafa sýnt að slæm…

Read More

Eitt af verkefnum næringarfræðinnar er að rannsaka hvort ákveðnir matarkúrar geti haft áhrif á langlífi og heilsu. Sem dæmi má nefna þá hafa rannsóknir sýnt að hópar sem fylgja Miðjarðarhafsfæðinu lifa lengur að meðaltali og fá síður ýmsa sjúkdóma. Undanfarin ár hafa opinberar ráðleggingar um mataræði snúist meira um heildstæða nálgun á mataræðið (í líkingu við Miðjarðarhafsfæðið) í stað þess að einblína of mikið á einstaka fæðutegundir eða hlutföll milli kolvetna, fitu og próteina. Opinberar ráðleggingar um mataræði eru gefnar til að tryggja að okkur skorti engin næringarefni (orkuefni, vítamín og steinefni) og til að minnka líkur á ýmsum lífsstílstengdum sjúkdómum svo…

Read More

Berglind Emilsdóttir, BS-nemi í næringarfræði ritar: Salt er mikið notað til matargerðar í öllum heiminum og telja margir það ómissandi. Notkun salts í matargerð á sér langa sögu. Á Íslandi, eins og víðar, var söltun notuð til að lengja geymsluþol matvæla þar til betri aðferðir tóku við. Saltríkt fæði hefur verið tengt hækkuðum blóðþrýstingi og öðrum heilsufarsvanda. Salt (NaCl) samanstendur af tveimur frumefnum, natríum (Na) og klóríði (Cl). Natríumhluti saltsins veldur hækkun blóðþrýstings með því að auka magn vatns í blóðinu. Þrátt fyrir neikvæðar afleiðingar mikillar natríumneyslu er það líkamanum lífsnauðsynlegt í litlu magni og tekur til að mynda þátt…

Read More

Berglind Emilsdóttir, BS-nemi í næringarfræði við Háskóla Íslands ritar: Koffín er náttúrulegt, örvandi efni sem finnst í yfir 60 tegundum plantna. Þar má nefna fræ kaffiplöntunnar, kólahnetur, telauf og kakóbaunir. Koffín er viðurkennt til matvælaframleiðslu um allan heim. Þekktastur er væntanlega drykkurinn kaffi sem inniheldur koffín frá náttúrunnar hendi en koffín er einnig notað sem bragðefni í kóladrykki og gefur einkennandi beiskt bragð. Undanfarin ár hefur tíðkast að bæta koffíni í orku- og íþróttadrykki til að ná  fram örvandi og/eða árangursbættum áhrifum (1). Áhrif koffíns eru margvísleg en sé þess neytt innan hóflegra marka virkar það fyrst og fremst örvandi…

Read More

Berglind Emilsdóttir BS-nemi í næringarfræði við Háskóla Íslands ritar: Með aukinni umræðu um velferð dýra sem alin eru til manneldis og möguleg skaðleg áhrif landbúnaðar og sjávarútvegar á umhverfið nýtur vegan lífsstíll sífellt meiri vinsælda hér á landi og erlendis. Þeir sem skilgreina sig sem vegan (grænkera) reyna eftir fremsta megni að sneiða hjá notkun dýraafurða, hvort sem er í mat, fatnaði eða á öðrum sviðum. Vegan er ekki megrunarkúr eða heilsuátak og hefur í raun ekkert með hollustu að gera þó hægt sé að gera vegan, eins og annað fæði, heilsusamlegt og næringarríkt (1). Ef vegan fæði samanstendur aðallega…

Read More

Miðstöð í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands setur nú á fót nýja rannsókn sem heitir Áfallasaga kvenna. Markmiðið með rannsókninni er að auka þekkingu á ýmsum áföllum á lífsleiðinni, þar á meðal ofbeldi, og áhrifum þeirra á heilsufar kvenna. Rannsóknin tekur til allra íslenskumælandi kvenna 18 ára og eldri og verður ein stærsta vísindarannsókn á heimsvísu á þessu sviði. Til að taka þátt þarf að fara á vefsíðu rannsóknarinnar og skrá sig með Íslykli eða rafrænum skilríkjum. Að skráningu lokinni eru þátttakendur beðnir um að svara rafrænum spurningalista sem tekur á bilinu 25-40 mínútur að svara. Til að fá sem réttmætasta…

Read More

Álfheiður Haraldsdóttir, doktorsnemi í lýðheilsuvísindum og Laufey Tryggvadóttir framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár Krabbameinsfélags Íslands rita: Í sérblaði Fréttablaðsins um vegan fæði þann 1. nóvember 2017 var því haldið fram að kúamjólk væri einn helsti áhættuþáttur fyrir hormónatengdum krabbameinum á borð við brjóstakrabbamein. Þessi staðhæfing á sér enga stoð samkvæmt þeim fjölmörgu rannsóknum sem gerðar hafa verið til að kanna hvort neysla á mjólk og mjólkurvörum sé áhættuþáttur fyrir brjóstakrabbamein. Árið 2011 var birt safngreining (meta-analysis) þar sem teknar voru saman niðurstöður 18 ferilrannsókna með alls um milljón þátttakendum. Niðurstaðan var sú að ekkert samband fannst á milli mjólkurneyslu og brjóstakrabbameins og í raun…

Read More

Rannsóknarstöð Hjartaverndar efnir til landssöfnunar þann 17. nóvember. Yfirskrift söfnunarinnar er: Finnum fólk í lífshættu. Af þessu tilefni var ritaður pistill um Hjartavænt mataræði sem birtist í Morgunblaðinu 9. nóvember síðastliðinn. Pistillinn Ráðleggingar um mataræði koma frá Embætti landlæknis. Þær byggjast á samantekt sérfræðinga frá Norðurlöndunum sem fara reglulega yfir nýjustu rannsóknir á þessu sviði (1). Tilgangur ráðlegginganna er í meginatriðum að skilgreina það fæði sem veitir öll lífsnauðsynleg næringarefni og minnkar líkur á sjúkdómum á borð við sykursýki af tegund 2, hjarta- og æðasjúkdóma og krabbamein miðað við bestu vísindalegu þekkingu. Þó má hafa í huga að einstaklingar sem lifa mjög…

Read More

Nýverið birtust í tímaritinu Lancet niðurstöður PURE rannsóknarinnar en hún byggir á mataræðis gögnum frá rúmlega 135 þúsund þátttakendum á aldrinum 35-70 ára frá alls 18 löndum. Markmið rannsóknarinnar var að skoða hvernig samsetning orkuefnanna (prótein, fita og kolvetni) í fæðinu tengdust áhættu á greiningu á hjarta- og æðasjúkdómum sem og dánartíðni. Neyslu einstakra orkuefna var skipt í 5 jafna hópa, frá minnstri neyslu til mestrar neyslu. Tíðni sjúkdóma og dauðsfalla í hverjum hópi var reiknuð og borin saman á milli hópa. Viðmiðunarhópurinn í þessum samanburði var ávallt sá hópur sem borðaði minnst af hverju orkuefni eða neðsti fimmtungur. Hér…

Read More

Hér koma nokkur ráð til að fyrirbyggja matarsýkingar. Heilræði gegn matarsjúkdómum Algengustu ástæður matarsjúkdóma eru: léleg hitun, hæg kæling, að matur sé geymdur við of hátt hitastig og lélegt hreinlæti. Nokkur mikilvæg atriði má hafa í huga til að koma í veg fyrir slíkt, eins og að: Þvo alltaf hendurnar áður en matreiðsla hefst eða við upphaf máltíða. Þvo alltaf hendurnar á milli þess að ólík matvæli eru meðhöndluð. Þvo alltaf hendurnar eftir salernisferðir. Þvo alltaf hendurnar eftir bleyjuskipti, umönnun gæludýra og vinnu með hrátt kjöt. Setja vatnsheldan plástur á sár á höndum eða nota vatnshelda hanska við matreiðslu ef eru með sár.…

Read More