Vanlíðan maka eftir fæðingu barns

0

Óvæntar eða erfiðar uppákomur í fæðingu barns geta haft langvarandi áhrif á andlega heilsu móður og föður. Á undanförnum árum hefur úrræðum fyrir konur fjölgað og má þar t.d. nefna Ljáðu mér eyra, sem er ljósmæðrastýrð viðtalsmeðferð á Landspítala Íslands.

Makar eða aðrir stuðningsaðilar í fæðingu geta þó einnig þurft á stuðningi að halda en þar eru úrræðin takmarkaðri. Nokkrir karlmenn í Bandaríkjunum hafa tekið sig saman og stofnað samtökin Fathers reaching out  sem hefur það að markmiði að auka almenna vitneskju um fæðingarþunglyndi karlmanna og hvetja til frekari rannsókna og úrræða á þessu sviði.

Sögu Duncans, 26 ára slökkviliðsmanns og nýbakaðs föður kannast kannski einhverjir makar við. “Konan mín missti mikið blóð þegar hún fæddi barnið okkar. Ég veit að læknar, hjúkrunarfræðingar og aðrir voru uppteknir við að bjarga konunni minni en þegar þau þutu með konuna mína á skurðstofuna var ég skilinn eftir einn. Tíminn einkenndist af tilfinningu um að vita ekki hvað væri að gerast – hvernig konunni minni eða barninu mínu liði.”

Þessi lífsreynsla átti eftir að hafa djúpstæð áhrif á Duncan, sem fékk martraðir, upplifði skapsveiflur og svefnleysi eftir fæðinguna. Það var ekki fyrr en mörgum mánuðum seinna að Duncan var greindur með áfallastreituröskun.

Aðstandendur sem upplifa vanlíðan eins og depurð eða áfallastreitueinkenni í kjölfar erfiðrar fæðingu barns er bent á að hafa samband við heimilislækni, ljósmóður í ungbarnaeftirliti eða Ljáðu mér eyra.

Share.

Emma er ljósmóðir og í doktorsnámi í lýðheilsuvísindum. Áður lauk hún námi í véla- og iðnaðarverkfræði.