Mikil notkun Íslendinga á þunglyndislyfjum hefur talsvert verið í umræðunni á undanförnum árum. Í alþjóðlegum samanburði vekur það athygli að notkun Íslendinga á þunglyndislyfjum er sú mesta innan OECD landa. Ástæðan fyrir þessari miklu notkun er ekki ljós og gefur tilefni til að fylgst sé grannt með þróuninni.
Upplýsingar í Talnabrunni Embætti landlæknis
Í samantekt (bls. 2) um þróun þunglyndislyfjanotkunar á Íslandi kemur í ljós að notkunin hefur aukist um 27% á sex ára tímabili, frá 2010-15. Konur eru u.þ.b. helmingi líklegri til að nota þunglyndislyf miðað við karlmenn.
Ennfremur er sláandi hve mikil þunglyndislyfjanotkun er á meðal aldraðra á Íslandi en á árinu 2015 var notkunin 330 dagsskammtar á hverja 1000 íbúa eldri en 80 ára á dag.
Þetta samsvarar því að 1/3 af einstaklingum eldri en 80 ára taki einn dagsskammt af þunglyndislyfjum á hverjum degi ársins.
Af hverju er fjöldi notenda hérlendis hærri en í samanburðarþjóðum?
Mikilvægt er að rannsaka hvaða ástæður liggja að baki sérstöðu Íslendinga á þessu sviði og væri það verðugt verkefni fyrir öfluga vísindamenn framtíðarinnar.