Þrír pistlahöfundar Heilsunnar okkar munu verja doktorsritgerðir sínar á næstunni

0

Heilsan okkar kynnir með stolti að þrír af pistlahöfundum síðunnar munu verja doktorsritgerðir sínar á næstu vikum og mánuðum.

Öll verkefnin hafa verið unnin hjá Miðstöð í lýðheilsuvísindum og/eða Læknadeild við Háskóla Íslands.

HOEdda

Fyrst í röðinni er Edda Björk Þórðardóttir en doktorsvörn hennar verður 7. júní klukkan 13:00 í Aðalbyggingu Háskóla Íslands. Hún mun verja verkefni sitt sem ber heitið:

Langtíma heilsufarslegar afleiðingar snjóflóða á Íslandi árið 1995: 16 ára eftirfylgd.

Enska heiti ritgerðarinnar er:

Long-term health consequences of avalanches in Iceland in 1995: A 16 year follow-up.

 

HORagna

Næst í röðinni er Ragnhildur Guðrún Finnbjörnsdóttir en doktorsvörn hennar verður 16. júní klukkan 13:00 í Aðalbyggingu Háskóla Íslands. Hún mun verja verkefni sitt sem ber heitið:

Skammtíma loftmengun í Reykjavík og heilsufarsvísar.
Úttektir lyfja, dánartíðni og innlagnir og komur á Landspítala Háskólasjúkrahús.

Enska heiti ritgerðarinnar er:

Short-term air pollution in Reykjavik and health indicators. Drug dispensing, mortality, and hospital visits.

 

HOvedis

Síðust í röðinni er Védís Helga Eiríksdóttir en fyrirhuguð doktorsvörn hennar er í haust. Hún mun verja verkefni sitt sem ber heitið:

Heilsa barnshafandi kvenna og fæðingaútkomur á tímum mikilla efnahagsþrenginga á Íslandi.

Enska heiti ritgerðarinnar er:

Maternal health indicators during pregnancy and birth outcomes  during times of great macroeconomic instability. The case of Iceland.

Share.

About Author

Heilsan Okkar

Heilsan okkar er samfélag vísinda og sérfræðiþekkingar. Við leggjum áherslu á að birta eingöngu efni sem byggt er á gagnreyndri þekkingu.

Fara í tækjastiku