Heilsan okkar kynnir með stolti að þrír af pistlahöfundum síðunnar munu verja doktorsritgerðir sínar á næstu vikum og mánuðum.
Öll verkefnin hafa verið unnin hjá Miðstöð í lýðheilsuvísindum og/eða Læknadeild við Háskóla Íslands.
Fyrst í röðinni er Edda Björk Þórðardóttir en doktorsvörn hennar verður 7. júní klukkan 13:00 í Aðalbyggingu Háskóla Íslands. Hún mun verja verkefni sitt sem ber heitið:
Langtíma heilsufarslegar afleiðingar snjóflóða á Íslandi árið 1995: 16 ára eftirfylgd.
Enska heiti ritgerðarinnar er:
Long-term health consequences of avalanches in Iceland in 1995: A 16 year follow-up.
Næst í röðinni er Ragnhildur Guðrún Finnbjörnsdóttir en doktorsvörn hennar verður 16. júní klukkan 13:00 í Aðalbyggingu Háskóla Íslands. Hún mun verja verkefni sitt sem ber heitið:
Skammtíma loftmengun í Reykjavík og heilsufarsvísar.
Úttektir lyfja, dánartíðni og innlagnir og komur á Landspítala Háskólasjúkrahús.
Enska heiti ritgerðarinnar er:
Short-term air pollution in Reykjavik and health indicators. Drug dispensing, mortality, and hospital visits.
Síðust í röðinni er Védís Helga Eiríksdóttir en fyrirhuguð doktorsvörn hennar er í haust. Hún mun verja verkefni sitt sem ber heitið:
Heilsa barnshafandi kvenna og fæðingaútkomur á tímum mikilla efnahagsþrenginga á Íslandi.
Enska heiti ritgerðarinnar er:
Maternal health indicators during pregnancy and birth outcomes during times of great macroeconomic instability. The case of Iceland.