Svokallaðir beta-blokkerar sem eru algeng lyf við háþrýstingi og hjartasjúkdómum geta minnkað framleiðslu á svefnhormóninu melatónín í heilaköngli (1, 2). Bólgueyðandi lyf (NSAIDs) geta haft sömu áhrif (3).
Melatónín er oft nefnt svefnhormón en undir venjulegum kringumstæðum byrjar framleiðsla þess að hækka við sólsetur og veldur syfju.
Melatónín er samt ekki nauðsynlegt fyrir svefn því sumir framleiða ekkert melatónín, eins og þeir sem hafa orðið fyrir mænuskaða á hálsi.
Ef þú átt við svefnvandamál að stríða og tekur beta-blokkera eða bólgueyðandi lyf að staðaldri þá hafa rannsóknir sýnt að það að taka 3-5mg af melatóníni fyrir svefn eykur þína eigin melatónínframleiðslu. Hvort það bæti svefninn hefur ekki verið sýnt fram á.
Það eru fleiri þættir sem hafa áhrif á melatónínframleiðslu. Við framleiðum minna melatónín eftir að hafa neytt áfengis (4, 5, 6) og þeir sem eru með háan líkamsþyngdarstuðul (BMI), (1) geðklofa (7) og alzheimer (8) hafa einnig reynst hafa lægra magn af melatóníni.
Melatónín er öruggt lyf sem veldur ekki eitrunaráhrifum og hefur fáar aukaverkanir sem eru sjaldgæfar. Ekki er hægt að kaupa melatónín án lyfseðils enn sem komið er á Íslandi.
Ef þú telur að þú getir haft gagn af melatóníni skaltu ræða við lækni.