Spínat og grænkál gott fyrir augun?

0

Er grænt grænmeti eins og grænkál eða spínat á matseðlinum þínum? Ástæðan fyrir því að ég spyr er að nýleg rannsókn frá vísindamönnum við Harvard sem birtist í JAMA Ophthamology sýndi að þeir sem borða mikið af grænu grænmeti eru í minni áhættu að fá gláku, sem er algengasta orsök blindu.

Þáttakendur voru yfir 60.000 konur og 40.000 karlar sem fylgt var eftir í meira en 25 ár. Í samanburði við þá sem borðuðu minnst af grænu grænmeti voru þeir sem borðuðu mest af því í 20-30% minni hættu á að fá gláku.

Gláka einkennist af of háum þrýstingi inn í auganu sem getur valdið skaða á sjóntauginni. Grænt grænmeti inniheldur mikið af nítrat, sem líkaminn breytir í nituroxíð en nituroxíð er mikilvægt til að viðhalda góðu blóðflæði og mögulega að halda augnþrýstinginum lágum.

Þó svo að það séu kenningar um jákvæði áhrif af nítrati í græna grænmetinu gegn gláku þá gæti vel verið að önnur efni í grænmetinu hjálpi þar líka til. Það er allavega vel staðfest að grænmeti er gott fyrir heilsuna okkar.

Share.

Dr. Lára er læknir og doktor í lýðheilsuvísindum. Hún er jafnframt annar höfundur bókanna "Útivist og afþreying fyrir börn" og Reykjavik With Kids."