Ofnotkun á bakteríudrepandi efnum hefur leitt af sér svokallaðar ofurbakteríur (e. superbugs) sem ekki er hægt að drepa með þeim sýkladrepandi efnum sem við þekkjum í dag. Vísindamenn keppast því við að finna nýjar leiðir til að berjast gegn þessum ofurbakteríum.
Svo virðist sem lausnina megi hugsanlega finna í brjóstamjólk. Brjóstamjólk hefur ekki einugis þá eiginleika að gefa ungu barni alla þá orku og næringu sem það þarf, heldur hefur brjóstamjólk einnig þann eiginleika að geta varið barnið fyrir smitsjúkdómum.
Þessir eiginleikar brjóstamjólkur gáfu vísindamönnum við British National Physical Laboratory áhugaverða hugmynd um að nýta prótein úr mjólkinni í baráttunni við ofurbakteríurnar.
Lactoferrin er prótein í mjólk sem ver ungbörn með því að drepa bakteríur, sveppi og jafnvel veirur. Nú hefur þessu próteini verið breytt þannig að próteinið getur binst bakteríunni, myndað hjúp utan um hana og svo drepið hana með því að bora í holur í himnu bakteríunnar.
Þessi uppgötvun er mikilvægur þáttur í því að finna lausn á þeim vanda sem ofurbakteríur valda – sem er sameiginlegt markmið þjóða um allan heim.