Plast endist í meira en tíu kynslóðir

0

Mikil umræða hefur verið um plastnotkun upp á síðkastið þar sem mikil vakning er á áhrifum plasts á umhverfið. Þegar plast hefur verið búið til, brotnar það nánast ekkert niður og það tekur eina plastflösku að meðaltali um 450 ár að brotna niður í náttúrunni. Til samanburðar má nefna að það tekur pappa aðeins um 2 mánuði að eyðast.

Það tekur eina plastflösku um 450 ár að brotna niður í náttúrunni.

Því má segja að allt það plast sem hefur verið framleitt í heiminum er enn til í einni eða annari mynd og endar yfirleitt með því að molna niður og stór hluti af því berst út í haf.

Plastnotkun er að miklu leyti bundin vana en auðveldlega er hægt að minnka plastnotkun til dæmis með því að nota fjölnota poka. Höfum þetta í huga og reynum að minnka notkun plasts í heiminum fyrir okkur og komandi kynslóðir.

Hér má finna stutt fræðslumyndband frá af Plastic Pollution Coalition um notkun plasts.

Share.

Dr. Ragnhildur er líffræðingur, umhverfis- og auðlindafræðingur og doktor í lýðheilsuvísindum. Hún starfar sem sérfræðingur á sviði náttúru hjá Umhverfisstofnun.