Nýjungar fyrir konur á blæðingum

0

Í verslunum fást ýmsar tegundir einnota dömubinda og túrtappa en það er þó aðeins lítið úrval þess sem í boði er fyrir konur sem hafa tíðarblæðingar.

Margar konur nota bómullarbindin til að verjast sveppasýkinginum eða öðrum óþægindum sem þær finna fyrir við notkun einnota dömubinda.

Taubindi í stað einnota dömubinda

domubindi

Taubindi njóta vaxandi vinsælda meðal kvenna. Þau eru framleidd úr hágæða bómullar og flísefnum og fást í ýmsum stærðum og gerðum. Þau eru skoluð og svo þvegin eins og annar heimilisþvottur. Margar konur nota bómullarbindin til að verjast sveppasýkinginum eða öðrum óþægindum sem þær finna fyrir við notkun einnota dömubinda. Að sjálfsögðu er notkun taudömubinda einnig umhverfisvænni þar sem meðalkonan hendir talsverðu magni af dömubindum í ruslið á lífsleið sinni. Kostnaður við taudömubindin getur virst mikill í byrjun en sá kostnaður jafnast þó út á 1-2 árum og talið er að hægt sé að nota hvert taudömubindi í um 10 ár.

Nýlegt á markaðnum eru einnig nærbuxur með innbyggðu taubindi. Nærbuxurnar eru með margskonar sniði og henta hvenær sem er í tíðahringnum.

Nýrra á markaðnum er tíða-svampurinn (e. menstrual sea sponge) sem virðist fá einróma lof þeirra sem hann nota.

Bikarinn eða svampurinn í stað túrtappana?

Í stað einnota túrtappa má til dæmis nota bikarinn (e. divacup) en hann hefur fengist á Íslandi um árabil. Bikarinn er sílíkon bikar sem settur er í leggöngin og safnar þar blóði. Bikarinn má svo taka út, skola og setja aftur upp. Það er mikill misskilningur að blæðingum fylgi mikið magn af blóði og getur verið mjög fróðlegt fyrir konur að fylgjast með tíðahringnum sínum á þennan hátt. Tíðabikarinn má fá í ýmsum stærðum og hentar því konum á öllum aldursskeiðum.

Nýrra á markaðnum er tíða-svampurinn (e. menstrual sea sponge) sem virðist fá einróma lof þeirra sem hann nota. Svampurinn er notaður á svipaðan hátt og bikarinn en kostir hans umfram bikarinn felast helst í mýkt hans. Helsti ókosturinn er að passa þarf betur upp á hreinlæti með svampinn en bikarinn.

Það er því ljóst að konur hafa um marga kosti að velja þegar kemur að tíðahringnum og um að gera að prófa sig áfram og finna það sem hentar hverri og einni best.

Share.

Emma er ljósmóðir og í doktorsnámi í lýðheilsuvísindum. Áður lauk hún námi í véla- og iðnaðarverkfræði.