Ný rannsókn fyrir allar konur á Íslandi

0

Miðstöð í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands setur nú á fót nýja rannsókn sem heitir Áfallasaga kvenna.

Markmiðið með rannsókninni er að auka þekkingu á ýmsum áföllum á lífsleiðinni, þar á meðal ofbeldi, og áhrifum þeirra á heilsufar kvenna. Rannsóknin tekur til allra íslenskumælandi kvenna 18 ára og eldri og verður ein stærsta vísindarannsókn á heimsvísu á þessu sviði. Til að taka þátt þarf að fara á vefsíðu rannsóknarinnar og skrá sig með Íslykli eða rafrænum skilríkjum. Að skráningu lokinni eru þátttakendur beðnir um að svara rafrænum spurningalista sem tekur á bilinu 25-40 mínútur að svara.

Til að fá sem réttmætasta mynd af tíðni og afleiðingum áfalla er mikilvægt að fá svör frá sem flestum konum, óháð fyrri upplifunum. Með öðrum orðum þá skipta svör allra kvenna máli, hvort sem þær eiga mikla eða litla sögu um áföll.

Rannsóknarteymi Áfallasögu kvenna. ©Kristinn Ingvarsson

Í tilefni þess að rannsóknin er að hefjast verður haldið málþing í húsi Íslenskrar erfðagreiningar næstkomandi fimmtudag. Málþingið hefst klukkan 17:00 og má sjá dagskrána hér. Allir eru velkomnir.

 

Share.

Dr. Jóhanna er löggiltur næringarfræðingur og doktor í lýðheilsuvísindum. Hún starfar sem rannsóknarsérfræðingur hjá Miðstöð í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands og sem fræðslufulltrúi hjá Krabbameinsfélagi Íslands.