Næring barna

0

Núna þegar daglegt líf er komið í meiri skorður hjá flestum eftir sumarfrí er ekki úr vegi að skipuleggja matseðil vikunnar og hafa í huga fjölbreytt mataræði fyrir fjölskylduna.

Grunnurinn að fjölbreyttu fæði er að reyna að neyta daglega fæðutegunda sem eru taldar upp hér að neðan:

Complex Carbohydrates Food Sources

  • Trefjaríkar kornvörur. Dæmi: gróft brauð, haframjöl/hafrahringir, heilhveitipasta eða hýðishrísgjón
  • Ávexti og grænmeti, bæði með máltíðum og á milli þeirra.
  • Próteingjafa. Dæmi: Kjöt, fiskur, sjávarafurðir, egg eða baunir/linsur
  • Kalkgjafa (kúamjólk eða kalkbætt jurtamjólk) – veljið frekar fitulitlar vörur
  • Vatn
  • Lýsi eða annan D-vítamíngjafa

Börn þurfa að borða mjög reglulega yfir daginn og ætti ekki að líða meira en ca. 3 tímar milli máltíða. Mælt er með þremur aðalmáltíðum og 2-3 millibitum.

Þó almennt sé mælt með fitulitlum mjólkurvörur fyrir alla sem eru eldri en tveggja ára þá má hafa í huga að börn sem stunda mikla hreyfingu gætu þurft að nota feitari mjólkurafurðir heimavið, sem og mjög grannvaxin börn. Þá er líka gott að nota ekstra mikið af góðri fitu fitu (frá jurtaríkinu) til að orkubæta matseðil dagsins fyrir þá sem þess þurfa.

Til að uppfylla kalkþörfinni er nóg að drekka tvö mjólkurglös á dag. Einnig er hægt að nota AB-mjólk, súrmjólk, jógúrt, skyr og ost sem kalkgjafa. Úr jurtaríkinu fæst kalk úr heilkornavörum, hnetum, fræjum, belgjurtum og dökkgrænu káli.

unsaturatedfat

Reynum að hafa fisk að minnsta kosti tvisvar í viku á boðstólum heimavið, þrátt fyrir að börnin okkar fái oft fisk í skólanum. Notum þá tækifærið og eldum fisktegundir sem eru sjaldan á boðstólum í skólamötuneytum svo sem lax og silung.

Einnig er mjög mikilvægt að börn fái reglulega vatn að drekka yfir daginn og hafi vatnsbrúsa með sér í skólann. Sykraða drykki ætti ekki að nota nema örsjaldan og þá við sérstök tilefni.

Fyrir áhugasama, þá er hægt að kynna sér mikilvægi næringar fyrir vitsmunagetur barna sem og umfjöllun um gæði kolvetna.

Share.

Dr. Jóhanna er löggiltur næringarfræðingur og doktor í lýðheilsuvísindum. Hún starfar sem rannsóknarsérfræðingur hjá Miðstöð í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands og sem fræðslufulltrúi hjá Krabbameinsfélagi Íslands.