Mikilvægi næringar á meðgöngu og á fyrstu æviárunum

0

Þegar hugað er að barneignum þá eykst áhugi margra á mikilvægi næringar, bæði áður en meðganga hefst og meðan á meðgöngu stendur. Nýlega var sett á fót vefsíða um næringu móður og barns og er eigandi síðunnar Ingibjörg Gunnarsdóttir, prófessor í næringarfræði. Hún hefur stundað rannsóknir á þessu sviði undanfarin 15 ár.IngibjorgG

Fræðslupistlar fyrir alla og endurgjöf á næringu
Á vefsíðunni eru í boði ýmsir fróðleiksmolar, sem eru aðgengilegir öllum og byggja á vísindalegum niðurstöðum, miðað við stöðu þekkingar í dag. Einnig er hægt að skrá sig inná svæðið gegn vægri greiðslu og þá er í boði að taka stutta næringarkönnun til að láta meta mataræði verðandi móður og/eða barns sem er undir 18 mánaða aldri. Þegar búið er að svara spurningum um mataræðið, kemur endurgjöf á hvað mætti mögulega bæta. Á vefsíðunni er einnig hægt að halda utan um gögn um þyngdaraukning á meðgöngu sem og fylgjast með vexti og þyngd barnsins eftir fæðingu. Á þessari síðu er einnig hægt að setja inn upplýsingar um vöxt barna sinna og bera saman milli barna, ef vill.

Heilsan okkar mælir með þessari síðu og þar eru að finna margar góðar greinar um næringu svo sem hvort þörf sé á bætiefnum almennt og af hverju mælt sé með stoðmjólk fyrir börn eldri en 6 mánaða, ef þau eru ekki lengur á brjósti.

Endilega skoðið.

Share.

Dr. Jóhanna er löggiltur næringarfræðingur og doktor í lýðheilsuvísindum. Hún starfar sem rannsóknarsérfræðingur hjá Miðstöð í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands og sem fræðslufulltrúi hjá Krabbameinsfélagi Íslands.