Mikil notkun á kannabisefnum getur valdið skammtíma-minnisleysi

0

Því hefur verið haldið fram að kannabis notkun hafi áhrif á skammtímaminni og nýleg rannsókn sem birtist í JAMA Internal Medicine staðfestir þessi tengsl.

Reto Auer, prófessor við Lausanne háskólann í Sviss, leiðir rannsóknarteymi sem hefur rannsakað notkun kannabisefna meðal 3.400 amerískra einstaklinga á 25 ára tímabili. Við lok rannsóknar tóku þessir einstaklingar ýmis próf til að kanna minni, einbeitingu og hæfni til að taka skjótar ákvarðanir. Niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að fólk sem hafði notað kannabisefni á hverjum degi í fimm ár eða lengur voru með verra skammtímaminni en þeir sem höfðu ekki notað kannabisefni, eða þeirra sem höfðu neytt kannabis efna í minna mæli eða í  styttri tíma. Tengsl milli reglulegrar kannabisnotkunar og verra skammtímaminnis voru til staðar, jafnvel þó tekið væri tillit til annarra þátta sem vitað er að hafa áhrif á minnið, eins og hærri aldur, lægra menntunarstig, þunglyndi og notkun annarra vímuefna.

Lesa má meira um áhrif kannabisefna á líkamann á nýrri íslenskri vefsíðu, sjá hér.

Share.

Emma er ljósmóðir og í doktorsnámi í lýðheilsuvísindum. Áður lauk hún námi í véla- og iðnaðarverkfræði.