Konur sem taka lýsi fá síður hjartasjúkdóm

0

Konur sem taka lýsi að minnsta kosti þrisvar í viku geta verið í minni hættu að fá kransæðasjúkdóm. Þetta sýndi nýleg íslensk rannsókn sem rúmlega 3.000 konur tóku þátt í.

Helstu niðurstöður voru þær að konur sem tóku lýsi þrisvar í viku eða oftar í æsku eða á miðjum aldri voru í minni áhættu á að þróa með sér kransæðastíflu, borið saman við konur sem aldrei tóku lýsi á þessum æviskeiðum. Ef konurnar tóku lýsi bæði í æsku og á miðjum aldri var verndin enn meiri sem bendir til jákvæðra áhrifa af langtímaneyslu. Pills_woman

Þar sem aðrar rannsóknir benda til þess að kransæðasjúkdómar geti byrjað snemma að þróast þá drógu höfundar þá ályktun að langtíma neysla á lýsi geti verið mikilvæg forvörn gegn kransæðasjúkdómum kvenna. Ekki er ólíklegt að það sama eigi við um karla. Áhrif lýsisneyslu í æsku á hjartasjúkdóma hafa hingað til verið lítið rannsökuð og gætu niðurstöður sem þessar gegnt mikilvægu hlutverki í mótun forvarnarstarfs.

Share.

Dr. Jóhanna er löggiltur næringarfræðingur og doktor í lýðheilsuvísindum. Hún starfar sem rannsóknarsérfræðingur hjá Miðstöð í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands og sem fræðslufulltrúi hjá Krabbameinsfélagi Íslands.