Ki67 prótein lofar góðu til að finna þær sem eru í áhættu að fá brjóstakrabbamein

0

Vísindamenn við Dana-Farber krabbameinsstofnunina og við Brigham and Women’s Hospital í Boston gerðu nýlega merka uppgötvun sem var birt í þessum mánuði í tímaritinu Cancer Research.

Undir stjórn Kornelia Polyak and Rulla Tamimi skoðuðu vísindamennirnir vefjasýni sem voru tekin fyrir fjörtíu árum úr 302 konum sem höfðu greinst með góðkynja sjúkdóm í brjósti (þ.e. ekki krabbamein). Af þeim greindust 69 konur með brjóstakrabbamein síðar meir og voru vefjasýni þeirra sem greindust með krabbamein borin saman við vefjasýni kvennanna sem fengu ekki sjúkdóminn.

Vísindamennirnir komust að því að konurnar voru í fimmfalt meiri áhættu að fá brjóstakrabbamein ef þær mældust með hátt hlutfall af Ki67 (prótein sem eykst í frumum þegar þær fjölga sér) í frumum sem þekja mjólkurganga og mjólkurkirtla. Þessar frumur í bróstum kvenna taka gríðarlega miklum breytingum á æviskeiði konunnar og meirihluti brjóstakrabbameins á upptök sín í þessum frumum.

Læknar mæla undir venjulegum kringumstæðum hlutfall Ki67 þegar kona greinist með brjóstakrabbamein en það getur gefið upplýsingar sem hjálpa til við að taka ákvörðun um meðferð. Ekki hefur verið áður stuðst við Ki67 til að spá fyrir um hættuna á að þróa með sér brjóstakrabbamein hjá konum sem ekki hafa greinst með sjúkdóminn.

Þessar niðurstöður vekja von um að í framtíðinni verði hægt að mæla Ki67 próteinið til að finna þær konur sem eru í aukinni áhættu að þróa með sér brjóstakrabbamein, sérstaklega ef þær eru með áhættuþætti brjóstakrabbameins. Með því væri hægt að bregðast við í tíma til að koma í veg fyrir að sjúkdómurinn myndist eða greina hann á frumstigum. Þar sem þetta er eina rannsókn sinnar tegundir er nauðsynlegt að gera fleiri rannsóknir til að skera úr um hvort hægt verði að nýta þessa aðferð í framtíðinni.

Enn sem komið er, eru brjóstamyndir besta tólið til að greina brjóstakrabbamein á byrjunarstigi en sú aðferð er ekki hættulaus. Bjóstamyndir sýna ekki um öll krabbamein og geta gefið falskt öryggi hjá um 20% kvenna. Einnig eru sumar konur ofgreindar, þ.e. þær greinast með mein sem ekki hefði þurft að meðhöndla en það getur valdið andlegu álagi og óþarfa meðferð. Þrátt fyrir það er ávinningurinn af hópleit með brjóstamyndum talinn meiri en að mæta ekki í leit.

Hér á landi bjóðast öllum konum á aldrinum 40 til 69 að mæta í brjóstamyndun á tveggja ára fresti hjá Krabbameinsfélaginu. Þær konur sem eru með hnút eða einkenni frá brjóstum geta ráðfært sig við hjúkrunarfræðing hjá félaginu og mætt í sérskoðun eftir talin er ástæða til. Ágætt er að hafa í huga að verkir í brjóstum eru algengir og í langflestum tilvikum af saklausum toga.

Til gamans má geta að þá er einn aðalhöfundur rannsóknarinnar, Rulla Tamimi, er meðhöfundur nokkurra íslenskra vísindamanna við Háskóla Íslands og Krabbameinsfélags Íslands.

Heimild: Harvard gazette

Share.

Dr. Lára er læknir og doktor í lýðheilsuvísindum. Hún er jafnframt annar höfundur bókanna "Útivist og afþreying fyrir börn" og Reykjavik With Kids."