Hvernig getur samfélagið haft áhrif á heilsu fólks – 12 þættir sem skipta máli

0

Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni er heilbrigði skilgreint sem fullkomin líkamleg, andleg og félagsleg vellíðan, en ekki einungis fjarvera sjúkdóma og vanheilinda.                                                                      

Mikilvægustu hornsteinar heilsu eru friður, húsaskjól, aðgengi að menntun, aðgengi að mat, atvinna, stöðugt umhverfi, sjálfbærar auðlindir og félagslegt réttlæti og sanngirni. Heilsa hverrar þjóðar byggir á að þessir þættir séu í lagi.

Hver einstaklingur ber ábyrgð á eigin heilsu upp að ákveðnu marki. En hver er ábyrgð samfélagsins? Lýðheilsustofnun Kanada hefur tekið saman lista yfir þá þætti sem hafa hvað mest áhrif á heilsu þjóðar og má vissulega yfirfæra þá yfir á íslenskt samfélag. Þessir þættir eru:

 1. Innkoma og félagsleg staða – því hærri ráðstöfunartekjur því betri heilsa – en hærri tekjur veita betra fruitmarkettækifæri til að búa í heilsusamlegu húsnæði og til að kaupa hollan og fjölbreyttan mat. Rannsóknir sýna einnig að þeir einstaklingar sem hafa stjórn á eigin aðstæðum (vegna hærri innkomu) glíma síður við sjúkdóma sem tengjast ónæmis- og innkirtlakerfinu.
 2. Félagslegur stuðningur og félagslegt net einstaklingsins – stuðningur frá fjölskyldu, vinum og samfélaginu hefur jákvæð áhrif á heilsuna.
 3. Menntun og læsi heilsan okkar er nátengd menntun. Hafi einstaklingur ekki þekkingu eða færni til að afla sér upplýsinga um heilsu sína eða meðtaka og skilja þær upplýsingar sem hann fær, minnka líkur á að hann geti tileinkað sér heilbrigðan lífsstíl.
 4. Atvinna og atvinnuaðstæður – atvinnuleysi og streituvaldandi og óöruggar vinnuaðstæður geta haft neikvæð áhrif á líkamlega og andlega heilsu fólks.
 5. Samfélagslegt umhverfi – þar ber einna helst að nefna traust, umburðarlyndi, lága ofbeldis- og glæpatíðni, stöðugleika samfélagsins, sjálfboðavinnu/góðgerðarstörf og framboð af heilsusamlegri fæðu og vatni.
 6. Ytra umhverfi – aðgengi að hreinu vatni, menntun, húsnæði og hreyfingu. Skipulagsmál og samgöngur geta einnig haft áhrif á heilsuna (t.d. loftgæði og hjólreiðastígar).smoke_carpipe
 7. Lífsstíll einstaklinga og geta til að taka jákvæðar heilsutengdar ákvarðanir – reykingar, mataræði, hreyfing, áfengisneysla o.fl. (hér getur menning, samfélagslegt umhverfi og ytra umhverfi haft áhrif).
 8. Heilsusamlegt umhverfi fyrir uppeldi barna – hér er átt við áhrif ytra umhverfis á heilaþroska, námsgetu og heilsu ungra barna sem er háð fjölskylduaðstæðum (jákvæð hvatning til barnsins, öryggi, traust, hollur matur, öruggur skóli, aðgengi að heilbrigðisþjónustu og umfram allt ást foreldra/aðstandenda).
 9. Líffræði- og erfðafræðilegir þættir – genasamsetning okkar getur gert okkur móttækilegri fyrir ýmsum sjúkdómum og hefur þannig áhrif á heilsu okkar.
 10. Heilbrigðisþjónustasem byggir á heilsueflingu, forvörnum og meðferð sjúkdóma.
 11. Kyn – hér er átt við þau hlutverk sem samfélagið tileinkar hverju kyni. Mörg heilbrigðisvandamál má rekja til kynbundinnar félagslegrar stöðu.
 12. Menning – menningarbundnir þættir sem hafa áhrif á heilsu, eins og það að tilheyra minnihlutahópi samfélagsins.

Eins og sjá má af þessum lista þá ber samfélagið mikla ábyrgð á heilsu þegna sinna þar sem margir af ofangreindum þáttum eru utan valdsviðs einstaklingsins. Því þarf að gæta þess að einblína ekki of mikið á þá einstaklingsbundnu þætti sem hafa áhrif á heilsuna, þó vissulega sé vænlegt að einstaklingurinn noti þá þekkingu og færni sem hann hefur til að taka heilsusamlegar ákvarðanir.

Vanmetum ekki þátt þjóðfélagsstöðu og umhverfis í lífi einstaklingsins, né þátt félagslegra aðstæðna í heilbrigði þjóðar.

Stjórnvöld verða að velja hagkvæmar leiðir til skapa aðstæður og umhverfi fyrir einstaklinginn svo hann hafi möguleika á að viðhalda og/eða bæta heilsu sína og færni á öllum aldursskeiðum.baby_feedingbottle

 

Þessi pistill var unninn í samvinnu við Jóhönnu E. Torfadóttir, næringar- og lýðheilsufræðing.

Heimildir:

Lýðheilsustofnun Kanada

The Ottawa Charter for Health Promotion

Gígja Gunnarsdóttir, verkefnastjóri hreyfingar hjá Embætti landlæknis

Share.

Maríanna er lýðheilsufræðingur og doktorsnemi í líf- og læknavísindum