Hiti í rafrettum

0
Undanfarnar vikur hefur verið hiti í umræðum um rafrettur. Ekki eru allir sammála um ágæti rafretta. Sumir telja að rafrettur geti leyst sígarettur á hólmi en engar vísbendingar eru um að það eigi við rök að styðjast. Rafrettur gagnast mörgum til að hætta að reykja en þær geta einnig verið leið fyrir aðra til að byrja sígarettureykingar.
Enn sem komið er eru engar reglugerðir um notkun þeirra á almenningsstöðum né eftirlit með rafrettunum sem eru í umferð hér á landi en í þeim geta leynst hættuleg eiturefni. Rafrettur eiga vissulega rétt á sér í ákveðnum tilgangi en þær eru ekki með öllu skaðlausar og gefa svipaðan árangur og önnur nikótínlyf í reykleysisbindindi.
Hópur lækna og sérfræðinga sem koma að tóbaksvörnum tók sig saman og skrifaði álit sitt á rafrettum. Enn sem komið er ráðleggja sérfræðingar því að nota fyrst önnur nikótínlyf en rafrettur einunigs þegar ekkert annað hefur tilskylinn árangur. Greinin sem er eftir 18 sérfræðinga birtistl á Vísir.is og frétt í Fréttablaðinu. Bendi sérstaklega á viðtal í Bítinu á Bylgjunni við Tomma hjartalækni á mínútu 1:21.
Share.

Dr. Lára er læknir og doktor í lýðheilsuvísindum. Hún er jafnframt annar höfundur bókanna "Útivist og afþreying fyrir börn" og Reykjavik With Kids."