Hvernig forðumst við matarsýkingar?

0

Hér koma nokkur ráð til að fyrirbyggja matarsýkingar.

Heilræði gegn matarsjúkdómum

Algengustu ástæður matarsjúkdóma eru: léleg hitun, hæg kæling, að matur sé geymdur við of hátt hitastig og lélegt hreinlæti. Nokkur mikilvæg atriði má hafa í huga til að koma í veg fyrir slíkt, eins og að:

handwash1_opt

 • Þvo alltaf hendurnar áður en matreiðsla hefst eða við upphaf máltíða.
 • Þvo alltaf hendurnar á milli þess að ólík matvæli eru meðhöndluð.
 • Þvo alltaf hendurnar eftir salernisferðir.
 • Þvo alltaf hendurnar eftir bleyjuskipti, umönnun gæludýra og vinnu með hrátt kjöt.
 • Setja vatnsheldan plástur á sár á höndum eða nota vatnshelda hanska við matreiðslu ef eru með sár.
 • Ef nokkur möguleiki er á, útbúið ekki mat fyrir aðra ef eruð með magapest eða hálsbólgu.
 • Ólík matvæli mega ekki snertast þegar eru hrá, dæmi: salat og hrátt kjöt.
 • Þurrka blóðvatn frá kjöti og kjúklingum upp með eldhúspappír.
 • Nota ávallt hrein áhöld. Mikilvægt er að þrífa ætíð hnífa og skurðarbretti þegar skipt er úr einni gerð hráefna yfir í aðra (eða nota annað skurðarbretti og hníf).

Gætið þess sérstaklega við meðhöndlun, að hrátt kjöt eða kjötsafi snerti aldrei matvæli sem ekki verða hituð fyrir neyslu eins og grænmeti.

Spáum líka í áhöldin í eldhúsinu, borðtuskuna og viskastykkið:

ovenglov

 • Borðtuska getur breyst í bakteríubombu! Þvoum hana við a.m.k. 60°C eða leggjum í klór.
 • Skiptum oft um borðtusku og viskastykki. Notum aldrei á gólfið.
 • Eldhúspappír hentar oft í stað tusku.
 • Þvoum hnífa og skurðarbretti oft og höldum eldhúsborði hreinu.
 • Þrífum regulega ofnhanskana eða skiptum þeim út fyrir nýja.

Hitastig og ísskápurinn

 • Geymum kælivöru við 0-4°C, því þá fjölgar bakteríum hægt.
 • Matreiðsla og upphitun þarf að ná 75°C, til að drepa bakteríur.
 • Höldum mat heitum við a.m.k. 60°C, þá geta bakteríur ekki fjölgað sér.

Hvað á að gera við afgangana?

Þegar kæla á niður afganga er best að setja matinn í smærri ílát svo kælingin gangi hraðar fyrir sig. Góð regla er að kæla matinn aftur í síðasta lagi tveimur tímum eftir að var settur á matarborðið.

Heimild: Matvælastofnun

Tengt efni: Pestir sem tengjast matarsýkingum

 

 

Share.

Dr. Jóhanna er löggiltur næringarfræðingur og doktor í lýðheilsuvísindum. Hún starfar sem rannsóknarsérfræðingur hjá Miðstöð í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands og sem fræðslufulltrúi hjá Krabbameinsfélagi Íslands.