Grænar kartöflur varasamar

0

Af hverju eru grænar kartöflur varasamar?

Ef þú sérð grænt í kartöflu þá inniheldur hún sólanín. Sólanín er náttúrulegt eiturefni sem getur myndast í kartöflum. Mikið hnjask og sólarljós stuðlar að myndun efnisins. 

Hefðbundin einkenni sólanín eitrunar í fólki eru meltingartruflanir eins og uppköst, niðurgangur og slæmir kviðverkir.

Í mjög slæmum tilfellum getur fólk dáið vegna sólanín eitrunar en í slíkum tilfellum hafa kartöflurnar verið mjög skemmdar eða þær innihaldið mikið magn af sólaníni.

Ráðleggingar til að koma í veg fyrir myndun sólaníns:

  • Framleiðendur og pökkunaraðilar eiga að flokka grænar kartöflur frá í framleiðslu.
  • Pökkunaraðilar verða að sjá til þess að kartöflurnar séu geymdar í myrkri.
  • Verslanir verða að sjá til þess að sem minnst lýsing sé á kartöflum meðan þær eru í búðinni, t.d. geyma þær í dimmum kössum sem viðskipavinir taka kartöflurnar úr eða í dökkum umbúðum.
  • Neytendur ættu að geyma kartöflur á dimmum stað heima fyrir
  • Varist að borða skemmdar eða grænar kartöflur

Sjá nánari upplýsingar hjá Matvælastofnun.

Share.

Dr. Jóhanna er löggiltur næringarfræðingur og doktor í lýðheilsuvísindum. Hún starfar sem rannsóknarsérfræðingur hjá Miðstöð í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands og sem fræðslufulltrúi hjá Krabbameinsfélagi Íslands.