Fyrirlestrar um heilsutengd málefni

0

Pistlahöfundar hjá Heilsunni okkar bjóða uppá fyrirlestra fyrir vinnustaði og hópa. Eru þetta um það bil klukkutíma langir fyrirlestrar þar sem gert er ráð fyrir góðum tíma til að svara spurningum. Hér má sjá upptalningu á því helsta sem við bjóðum uppá:

Áföll og afleiðingar þeirra

Um erindið: Um helmingur manna upplifir alvarlegt áfall á lífsleiðinni. Hvaða afleiðingar hafa slíkir atburðir á andlega og líkamlega heilsu okkar? Farið verður yfir þekktustu afleiðingar áfalla, sérstaklega áfallastreituröskun. Fjallað verður um áhættuþætti fyrir vanda í kjölfar áfalla og þá þætti sem sýnt hefur verið fram á að séu verndandi eftir áföll.

HOEddaFyrirlesari: Edda Björk Þórðardóttir (eddat@hi.is) er doktor í lýðheilsuvísindum frá Læknadeild Háskóla Íslands. Hún starfar sem nýdoktor og kennari við þá stofnun. Helstu rannsóknir hennar eru á sviði áfallafræða, en doktorsverkefni hennar fjallaði um afdrif þolenda snjóflóðana á Vestfjörðum árið1995. Edda er sálfræðimenntuð og hefur haldið fjölmörg erindi á innlendum og erlendum ráðstefnum tengdum því fagi. Edda er einnig einn stofnenda vefsíðunnar Heilsan okkar.

Besta fjárfestingin?

Um erindið: Ekki er ýkja langt síðan við réðum litlu um okkar eigið heilsufar. Þá voru smitsjúkdómar og næringarskortur sem drógu andann úr flestum og fá úrræði í boði. Í dag getum við komið í veg fyrir verstu smitsóttir og höfum aðgang að fjölbreyttu fæðuvali en eftir situr að 86% ótímabærra andláta má rekja til óheilbrigðs lífsstíls. Auk þess býr stór hluti okkar við slök lífsgæði vegna heilsubrests. Þekking okkar í dag sýnir að við getum fjárfest í eigin heilsu til frambúðar til að eiga von um betra og lengra líf.

Í fyrirlestrinum verður farið yfir hvernig framfarir í vísindum hafa gjörbreytt hvaða þættir ógna heilsu nútímamannsins. Fjallað verður um heilbrigða lífshætti sem hægt er að tileinka sér með einföldum hætti til að verja sig gegn algengum lífsstílstengdum sjúkdómum. Einnig verður fjallað um þætti sem rannsóknir hafa sýnt að stuðli að hamingju og vellíðan.

HOLaraHOEdda

Fyrirlesarar: Dr. Lára G. Sigurðardóttir (lara@sessionimpossible.com), læknir hjá Krabbameinsfélaginu og doktor í lýðheilsuvísindum og Edda B. Þórðardóttir (eddat@hi.is), doktor í lýðheilsuvísindum og nýdoktor við Háskóla Íslands.

Tengsl lífsstíls og krabbameina

Um erindið: Sá lífsstíll sem þú tileinkar þér getur haft mikil áhrif á líf þitt. Þriðji hver einstaklingur fær krabbamein einhvern tíma á lífsleiðinni. Rannsóknir sýna að hægt er að koma í veg fyrir að minnsta kosti þriðjung allra krabbameina með heilbrigðum lífsstíl og annan þriðjung með því að greina meinið snemma. Lífslíkur þeirra sem greinast með krabbamein hafa aukist um að minnsta kosti helming undanfarna áratugi og því mikilvægt að við séum vakandi fyrir einkennum og tileinkum okkur heilbrigðan lífsstíl.

Í fyrirlestrinum verður fjallað um helstu einkenni algengustu krabbameina á Íslandi og hvaða lífsstíl hægt er að tileinka sér til að lengja og bæta lífaldur. Lögð verður áhersla á rannsóknir á tengslum krabbameina og ákveðinna lífshátta, svo sem hreyfingu, mataræði, andlega vellíðan og svefn o.fl.

HOLara

Fyrirlesari: Dr. Lára G. Sigurðardóttir (lara@sessionimpossible.com, læknir hjá Krabbameinsfélaginu og doktor í lýðheilsuvísindum.

 

Mataræði og heilsa

Um erindið: Í dag getur verið vandasamt að treysta þeim upplýsingum sem fólki eru gefnar um æskilegt mataræði vegna þess að sá sem gefur slíkar leiðbeiningar gæti haft hag af því að veita þær. Eins getur reynst mikil áskorun að vinna úr öllum þeim misvísandi upplýsingum sem berast frá fjölmiðlum og fjölda vefsíða um hvernig sé best að haga mataræði sínu.

Í fyrirlestrinum verður farið yfir hvernig leiðbeiningar um næringu geta verið misjafnar eftir því á hvaða lífsskeiði fólk er og hvaða sjúkdóma það er að kljást við. Þá er mikil áhersla lögð á að útskýra og segja frá opinberum ráðleggingum um mataræði í forvarnarskyni fyrir hina ýmsu sjúkdómum svo sem gegn krabbameinum, offitu, sykursýki, beinþynningu og svo framvegis. Einnig verða tekin dæmi um hvernig á að lesa útúr merkingum um matvæli og þá sérstaklega næringargildismerkingum.

HOJohanna

Fyrirlesari: Jóhanna Eyrún Torfadóttir (jet@hi.is), doktor í lýðheilsuvísindum og löggiltur næringarfræðingur.

Hvað er brennisteinsvetni? Veldur það bara vondri lykt eða er það mengun?

Um erindið: Í fyrirlestrinum verður farið yfir hvað brennisteinsvetni (H2S) er, hvaðan það kemur og hvort það hafi heilsuspillandi áhrif. Skoðaðar eru niðurstöður innlendra og erlendra rannsókna á áhrifum brennisteinsvetnis á heilsu og hvort þetta efni má almennt finna í Reykjavík eða öðrum svæðum á Íslandi.

HORagna

Fyrirlesari: Ragnhildur Guðrún Finnbjörnsdóttir (ragnhildur.finnbjornsdottir@gmail.com), umhverfis- og auðlindafræðingur og doktor í lýðheilsuvísindum.

Er loftmengun í Reykjavík?

Um erindið: Er loftið á Ísland ekki svo hreint? Er einhver loftmengun á Íslandi? Þessum spurningum og fleirum verður svarað í fyrirlestrinum. Magn mældra efna í andrúmsloftinu verður sett í samhengi við önnur lönd ásamt því að skoða hvort einhverja áhrifa gætir af mögulegri loftmengun.

HORagna

Fyrirlesari: Ragnhildur Guðrún Finnbjörnsdóttir (ragnhildur.finnbjornsdottir@gmail.com), umhverfis- og auðlindafræðingur og doktor í lýðheilsuvísindum.

Streita: orsakir, áhrif og varnir

Um erindið: Áhrif streitu á heilsufar eru vel þekkt. Í fyrirlestrinum verður fjallað um algenga streituvalda, lífeðlisfræðileg viðbrögð, einkenni langvarandi streitu og áhættu á þróun ýmissa sjúkdóma. Farið verður yfir tengsl andlegrar og líkamlegrar líðan, algengi verkja, leiðir til streitustjórnunar og möguleg bjargráð. Slökun og núvitundaræfing í lok fyrirlesturs.

HOhildur

Fyrirlesari: Hildur Guðný Ásgeirsdóttir (hildurasgeirs@gmail.com), sjúkraþjálfari, yogakennari, lýðheilsufræðingur og doktorsnemi í lýðheilsuvísindum.

Share.

Heilsan okkar er samfélag vísinda og sérfræðiþekkingar. Við leggjum áherslu á að birta eingöngu efni sem byggt er á gagnreyndri þekkingu.