Færðu nóg af D-vítamíni?

0

Húðin getur framleitt D-vítamín þegar sólin skín á hana en á Íslandi er ekki hægt að treysta á að fá D-vítamín með þeirri leið. Þess vegna er mikilvægt fyrir fólk sem býr norðarlega á hnettinum að fá D-vítamíni úr fæðunni.

Eftir því sem við eldumst minnkar geta okkar til að mynda D-vítamín í gegnum húðina.

Hægt er að kaupa D-vítamínbætt mjólk og gætu einhverjir haldið að það væri nóg að drekka slíka mjólk til að uppfylla ráðlagðan dagskammt (RDS) fyrir D-vítamín. Sú er ekki raunin þar sem eitt mjólkurglas (2 dl) inniheldur einungis 13% af ráðlögðum dagskammti fyrir einstaklinga á aldrinum 10-70 ára.

Fyrir þá sem drekka D-vítamínbætta mjólk er gott að vita að það er nóg að drekka tvö mjólkurglös á dag skv. ráðleggingum hjá Embætti landlæknis til að uppfylla kalkþörf líkamans og því mikilvægt að huga að fleiri D-vítamíngjöfum yfir daginn. Til að fá meira D-vítamín er til dæmis hægt að borða feitan fisk, taka lýsi eða D-vítamín á töfluformi. Ungbörn þurfa að fá D-vítamíndropa frá 1-2  vikna aldri samhliða brjóstagjöf.

Ekki er ráðlagt að taka margfaldan ráðlagðan dagskammt af D-vítamíni vegna hættu á skaðlegum áhrifum á líkamann.

D-vítamín skiptir miklu máli fyrir heilsuna okkar og því mikilvægt að sjá til þess að fá nóg af D-vítamíni daglega. Sjá nánar um D-vítamín hér. Nýleg íslensk rannsókn meðal eldra fólks hefur sýnt fram á jákvæði tengsl milli hæfilegs D-vítamínstyrks í blóði og geðheilsu.

Share.

Dr. Jóhanna er löggiltur næringarfræðingur og doktor í lýðheilsuvísindum. Hún starfar sem rannsóknarsérfræðingur hjá Miðstöð í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands og sem fræðslufulltrúi hjá Krabbameinsfélagi Íslands.