Ekki nóg að kunna á smokkinn

0

Fræðsla um kynlíf ætti að innihalda fræðslu um samskipti. Ungt fólk þarf að vita hvað felst í heilbrigðum samskiptum.

Það þarf að geta greint á milli samskipta sem einkennast af valdabaráttu og ofbeldi og þeirra sem einkennast af jafnrétti og virðingu. Þetta er jafn mikilvægt og að vita hvernig eigi að nota smokk til að verjast smiti á kynsjúkdómum segir DiClemente prófessor í lýðheilsufræðum við Emory Háskóla í Bandaríkjunum (1).

DiClemente hefur þróað nýstárlega aðferð til að fræða ungt fólk um kynheilbrigði. Auk þess að læra um getnaðarvarnir, lærir unga fólkið hvernig sé best að spjalla um notkun getnaðarvarna við bólfélaga. Kennslan fer fram með hlutverkaleikjum svo unga fólkið fær þjálfun í að rökræða notkun getnaðarvarna. Þannig öðlast ungt fólk sjálfsöryggi til að eiga þessar samræður.

Kynfræðsla sem sameinar fræðslu um getnaðarvarnir og samskipti kynjanna eru fimm sinnum líklegri til að bera árangur.

Rannsóknir hafa leitt í ljós að um 17% venjulegra kynfræðslunámskeiða minnki áhættuna á óæskilegum þungunum og kynsjúkdómasmiti en þegar kynfræðslan inniheldur fræðslu um jafnrétti kynjanna og valdabaráttu er hlutfallið mun hærra (2).

Ungt fólk sem hefur góðan skilning á því hvað einkennir heilbrigt samband er líklegra til að geta tekið góðar ákvarðanir um kynlíf segir aðalrannsakandi rannsóknarinnar, Nicole Haberland.

 

Share.

Emma er ljósmóðir og í doktorsnámi í lýðheilsuvísindum. Áður lauk hún námi í véla- og iðnaðarverkfræði.