Efnahagshrunið á Íslandi olli aukningu á meðgöngutengdum háþrýstingi

0

rannsókn sem birtist í alþjóðalega vísindatímaritinu Plos One sýnir að konur sem voru ófrískar á fyrsta árinu eftir efnahagshrunið voru í aukinni áhættu á að fá meðgöngutengdan háþrýsting, samanborið við konur sem voru ófrískar á árunum fyrir hrun. Samsvarandi aukning varð á notkun háþrýstingslyfja á meðgöngu.

pregnantbelly

Niðurstöðurnar benda jafnframt til þess að mögulega megi skýra þessa aukningu á háþrýstingi með þeirri aukningu sem varð á atvinnuleysisstigi á landsvísu í kjölfar hrunsins. Fyrri rannsóknir hafa sýnt fram á neikvæð áhrif atvinnumissis á útkomur fæðinga (1, 2) en áhrif efnahagsþrenginga á háþrýstingssjúkdóma á meðgöngu hafa ekki verið skoðuð áður.

Það er vel þekkt að utanaðkomandi streita, t.d. af völdum atvinnumissis, getur valdið hækkun á blóðþrýstingi hjá hinum almenna borgara (3).

Rannsakendur leiða að því  líkum að sú aukning sem varð á streitustigi í samfélaginu í kjölfar hrunsins (4) hafi átt þátt í þeirri aukningu á meðgöngutengdum háþrýstingi  hjá ófrískum konum á fyrsta árinu eftir hrun.

 

Share.

Védís er matvælafræðingur og doktor í lýðheilsuvísindum. Hún starfar sem verkefnisstjóri hjá Embættis landlæknis.