Bólusetning sem borgar sig

0

Fyrir fjórum árum var byrjað að bólusetja íslensk börn gegn pneumókokkum, bakteríunum sem eru meginorsök alvarlegra sjúkdóma eins og lungnabólgu, miðeyrnabólgu og skútabólgu. Pneumókokkar eru einnig þekkt orsök heilahimnubólgu og blóðeitrunar sem hafa háa dánartíðni.

Bólusetning gegn pneumókokkum hefur bjargað lífi margra barna og samkvæmt sóttvarnalækni hefur bólusetning gegn pneumókokkum nánast útrýmt blóðsýkingum og heilahimnubólgu hjá börnum.

Á vef Embætti landlæknis kemur fram að Vísindamenn á Landspítala og við Háskóla Íslands birta á næstunni vísindagrein í hinu virta vísindatímariti „The Pediatric Infectious Disease Journal“ þar sem fram kemur að tíðni eyrnabólgu og lungnabólgu hefur lækkað hér á landi eftir að almenn bólusetning hófst hér á landi.

Íslendingar standa framarlega í forvörnum á mörgum sviðum. Ungbarnadauði er lægstur á Íslandi og því má meðal annars þakka góðri þátttöku í almennum bólusetningum barna en þátttaka í bólusetningum barna er há eða um og yfir 90%.

 

Share.

Dr. Lára er læknir og doktor í lýðheilsuvísindum. Hún er jafnframt annar höfundur bókanna "Útivist og afþreying fyrir börn" og Reykjavik With Kids."