Author: Ragnhildur G. Finnbjörnsdóttir

Dr. Ragnhildur er líffræðingur, umhverfis- og auðlindafræðingur og doktor í lýðheilsuvísindum. Hún starfar sem sérfræðingur á sviði náttúru hjá Umhverfisstofnun.

Ég elska gott kaffi. Mér finnst frábært að taka með mér ilmandi kaffi þegar ég legg af stað út í umferðina á leið til vinnu á morgnanna. Ekki spillir fyrir að njóta þess úr umbúðum sem höfða til fegurðarskynsins. Sum kaffihús veita manni líka afslátt á kaffi ef maður kemur með sitt eigið kaffimál. Það þykir mér æðislegt. Þetta hefur leitt til þess að ég hef mikinn áhuga á fallegum ferðabollum. Maðurinn minn gerir oft grín að mér varðandi það, enda átti ég orðið þrjá bolla og ég hef keypt nokkra fallega bolla fyrir vini og ættingja sem gjafir. Það…

Read More

Eitt helsta vandamál sem fylgir innkaupum til heimilisins í dag er magn umbúða. Heilsan okkar hefur áður skrifað pistla um vistvæn innkaup, þ.e. hvernig megi draga úr áhrifum einstaklingsins á umhverfið þegar verslað er í matinn en nú hefur Kjarninn vakið athygli á því að Krónan í Lindum og úti á Granda hefur tekið upp á því að bjóða upp á afpökkunarborð fyrir viðskiptavini verslunarinnar þar sem í boði er að skilja eftir umbúðir. Viðskiptavinum býðst kostur á að taka plast, pappa og aðrar umbúðir utan af vörum sínum áður en það yfirgefur verslunina og Krónan sér um að koma umbúðunum til…

Read More

Einn pistlahöfunda okkar er mikið spurður út í sjáanlega reykjamekki sem má oft greina í kringum höfuðborgina – sérstaklega á þurrum og köldum vetrardögum. Í vikulegum fréttapistli Heilsunnar okkar í Fréttablaðinu svarar Dr. Ragnhildur Guðrún spurningunni “Hvað er þetta rauðbrúna ský sem sést stundum í kringum borgina?”. Í lokaorðunum minnir hún viðkvæma á að fylgjast með loftgæðum á heimasíðu Umhverfisstofnunar, www.loftgæði.is.

Read More

Umhverfisstofnun hefur auglýst drög að áætlun um loftgæði á Íslandi til umsagnar og skilafrestur er til 31. ágúst 2017. Um er að ræða aðgerðaráætlun til að stuðla að góðum loftgæðum og heilnæmu umhverfi í landinu. Í áætluninni eru sett  fram tvö markmið. Annars vegar að fækka ótímabærum dauðsföllum af völdum loftmengunar á Íslandi og hins vegar að fækka árlegum fjölda daga sem svifryk fer yfir skilgreind heilsuverndarmörk. Sjá má í áætluninni að margt er hægt að gera til að bæta loftgæði í landinu og allir geta lagt hönd á plóg. Til að mynda er lagt til að gert verði fræðsluátak…

Read More

Þónokkuð hefur verið rætt um bílþvott undanfarið og hvort það sé slæmt fyrri umhverfið að þvo bílana okkar á okkar eigin bílaplani. Hólmfríður Þorsteinsdóttir og Páll Kolka Jónsson sérfræðingar hjá Umhverfisstofnun segja okkur aðeins frá þvotti bíla og afhverju við ættum frekar að þvo þá á bílaþvottastöð. Getur bílþvottur verið skaðlegur umhverfinu? Menga ég umhverfið ef ég þvæ bílinn á planinu heima hjá mér? Get ég gert eitthvað til að minnka umhverfisáhrifin þegar ég þvæ bílinn? Svarið er já. Við akstur þá festist ýmiskonar ryk við bílinn og hann verður rykugur. Meirihlutinn er skaðlítið ryk en þungmálmar og þrávirk lífræn…

Read More

Þetta er þriðji pistillinn um flokkun heimilisúrgangs til endurvinnslu. Í fyrsta pistlinum talaði ég um umhverfislegan ávinning á því að flokka úrgang til endurvinnslu og í seinni var ég með nokkur dæmi um hvað ætti að fara í hvern sorpflokk. Nú ætla ég að segja ykkur aðeins um það hvernig ég flokka heima hjá mér. Þegar ég tala um flokkun heimilisúrgangs er algengt að ég heyri fólk tala um að flokkun rusl í fjölbýlishúsi sé of mikil fyrirhöfn. Fyrir stuttu sá ég umfjöllun um flokkun heimilisúrgangs í íslenskum fréttaskýringaþætti. Í þættinum var  viðmælandi sem talaði meðal annars um hversu erfitt…

Read More

Í síðasta pistli fór ég aðeins yfir afhverju við ættum að flokka heimilisúrganginn okkar til endurvinnslu en nú mun ég fara stuttlega yfir hvernig eigi að flokka úrganginn. Ein algengasta ástæða sem nefnd er við mig þegar fólk segir að það sé ekki að flokka heimilisúrganginn sinn er að það sé svo erfitt að átta sig á því hvað fer í hvaða flokk. Hvernig á t.d. að flokka fernur sem eru állitar að innan? Eru pokar utanum kaffi úr plasti eða áli? Hvernig á að flokka gluggaumslög? Hér ætla ég að reyna að gefa ykkur nokkur svör við þessum algengustu…

Read More

Ég er mikið að velta fyrir mér endurvinnslu heimilisúrgangs þessa dagana. Þá velti ég fyrir mér spurningum eins og: Afhverju ætti ég að flokka úrganginn minn? Hvernig geri ég það? Er það ekki of mikið vesen þegar ég bý í blokk? Hvað er í boði fyrir mig í þessum málum? Eftir að hafa velt þessum atriðum fyrir mér tók ég loksins ákvörðun um að flokka ruslið á heimilinu mínu. En ruslið sem fellur til heima hjá okkur er ekki bara úrgangur. Mikið af þessu er hágæða hráefni sem hægt er að nýta áfram. Þetta getur t.d. verið plastbakkinn undan kjöthakkinu,…

Read More

Ég á margar góðar minningar af ferðalögum um landið með pabba mínum frá því þegar ég var ung . Eitt af því sem við gerðum oft var að skoða hverasvæði. Þegar við fundum þessa þekktu „hveralykt“ var oft sagt við mig: „Þetta er góð lykt sem er svo holl og góð!“ og „Þessi lykt tekur í burt allt kvef og kvilla.“ Þetta var algeng hugsun og er að einhverju leiti enn við lýði í dag. En er þessi „hveralykt“ holl og góð? Hvað er hveralykt? Þegar við finnum hveralykt þá erum við í raun að finna lyktina af brennisteinsvetni (H2S)…

Read More

Nú höldum við áfam með að nefna nokkur heilræði varðandi vistvæn innkaup. Hér má nálgast heilræði 1 og heilræði 2. Þriðja heilræðið sem ég vil nefna eru kaup á umhverfismerktum vörum. Til er fjöldinn allur af vistvænum merkjum og oft er erfitt að átta sig á þeim öllum. Þó eru nokkur merki sem eru einna áreiðanlegust og talin í hæsta gæðaflokki umhverfismerkja. Þar má nefna Svaninn, Evrópublómið, Bláa engillinn, Bra miljöval og Green Seal. Þessar valfrjálsu merkingar eru með viðmið sem þróuð eru af sérfræðingum og taka mið af lífsferli varanna, allt frá öflun hráefnis til framleiðslu og neyslu og…

Read More