Fyrr á þessu ári fékk hópur vísindamanna undir forystu Sigurðar Yngva Kristinssonar, prófessors við Læknadeild og sérfræðings í blóðsjúkdómum við Landspítala, 300 milljón króna styrk til að rannsaka forstig mergæxla og framvindu þess í líkamanum. Mergæxli er ólæknandi sjúkdómur í beinmerg og einkenna sjúkdómsins verður oft ekki vart fyrr en hann hefur haft alvarleg áhrif á heilsuna, en árlega greinast um 25 einstaklingar með sjúkdóminn hér á landi. Rannsóknarverkefnið hefur fengið heitið iStopMM (Iceland Screens, Treats, or Prevents Multiple Myeloma) og er verndari verkefnisins frú Vigdís Finnbogadóttir. Þetta er ein viðamesta rannsókn Íslandssögunnar og er áætlað að safna blóðsýnum 140…
Author: Maríanna Þórðardóttir
Miklu þyngdartapi fylgir oft breyting á efnaskiptum líkamans sem gerir það að verkum að mjög erfitt verður fyrir einstaklinga sem léttast mikið að viðhalda þyngdartapinu. Grunnorkuþörf líkamans er sú orka sem líkaminn þarf til að viðhalda eðlilegri líkamsstarfssemi eins og til dæmis að dæla blóði. Endurspeglar grunnorkuþörfin þær hitaeiningar sem líkaminn þarf sé hann í hvíld og ekki að melta fæðu – þær hitaeiningar sem þarf til að halda líkamanum gangandi. Rannsókn um Biggest Loser þátttakendur Nýleg rannsókn sem birtist í vísindatímaritinu Obesity skoðaði langtímaáhrif þyngdartaps á grunnorkuþörf þátttakenda í Bandaríska sjónvarpsþættinum The Biggest Loser – en þar keppa feitir…
Líkamsþyngdarstuðullinn eða BMI stuðullinn hefur lengi verið notaður af bæði vísindamönnum og heilbrigðisstarfsfólki sem mælitæki fyrir heilsu. Til að reikna út BMI er hæðinni (í metrum) í öðru veldi deilt upp í líkamþyngd (í kílóum). Þrátt fyrir að BMI stuðullinn geri ekki greinarmun á fitumassa og fitufríum massa þá hafa rannsóknir sýnt fram á að samband sé milli BMI stuðulsins og beinna fitumælinga (1, 2), því hærri líkamsþyngdarstuðull því hærri er fitumassinn. Þá hefur sterkt samband fundist á milli BMI stuðulsins og ýmissa sjúkdóma eins og sykursýki 2, hjarta- og æðasjúkdóma og nokkurra tegunda krabbameina (3, 4, 5). Ný rannsókn…
Oft hefur verið sagt að það þurfi heilt samfélag til að ala upp barn. Í því samhengi er mikilvægt að allir aðilar vinni saman að velferð barna. Foreldrar gegna auðvitað lykilhlutverki í að hlúa að velferð barna sinna en skólinn og íþrótta- og tómstundafélög spila þar líka stórt hlutverk. Rannsóknir hafa sýnt að börnum sem hreyfa sig reglulega, fá hollan mat, hvílast nóg og líður almennt vel, gangi betur að afla sér þekkingar og tileinka sér færni á ýmsum sviðum (1) og eru ólíklegri til að stunda áhættuhegðun eins og að byrja ung að drekka áfengi, reykja og neyta annarra…
Franska þingið setti, í apríl á síðasta ári, lög sem banna tískuiðnaðinum þar í landi að ráða lífshættulega grannar fyrirsætur til að sýna vörur sínar. Fylgdi Frakkland þar í fótspor fleiri landa sem hafa farið svipaðar leiðir, en talið er að með lagasetningunni gætu Frakkar haft raunveruleg áhrif til breytinga. Sérfræðingar við Harvard School of Public Health telja að með því að banna að lífshættulega grannar fyrirsætur starfi í tískuiðnaðinum megi draga úr líkunum á að fyrirsætur og þeir sem sækjast eftir því að líkjast þeim (þá sérstaklega ungar stúlkur), þrói með sér alvarleg heilsufarsleg vandamál eins og lystarstol. Talið…
Embætti landlæknis gaf nýverið út skýrslu um viðhorf almennings til holdafars og aðgerðir til að draga úr mismunun á grundvelli holdafars. Rannsóknir hafa sýnt að fordómar og mismunun á grundvelli holdafars sé algengt vandamál í hinum vestræna heimi sem virðist hafa aukist á undanförnum áratugum. Slíkir fordómar geta haft gríðarlega slæm áhrif á líðan og félagslega stöðu þeirra sem eru í yfirþyngd og minnka í raun líkur á að viðkomandi taki upp heilbrigða lífshætti, þar með auka líkur á magvíslegum heilsufarsvanda. Skýrslan byggir á fjölþjóðlegri rannsókn sem unnin var í samvinnu við Yale háskóla. Niðurstöðurnar benda til þess að neikvæð viðhorf ríki enn…
Nýlega rannsókn á vegum Harvard School of Public Health sýndi fram á að nemendur sem fá innan við 20 mínútur til að borða hádegismatinn í skólanum borða mun minna en nemendur sem fengu lengri tíma til að matast. Margir foreldrar, og kannski sérstaklega þeir sem hafa lítið á milli handanna, treysta á að skólamáltíðir veiti börnum sínum hádegismáltíð sem uppfylli alla næringarstaðla (sjá nánar Handbók fyrir skólamötuneyti). Börn þurfa hlutfallslega meiri orku fyrir hvert kíló líkamsþyngdar borið saman við fullorðna þar sem þau eru að vaxa og því er þörfin fyrir að gefa börnum nægan tíma til að borða mikil. Í…
Við búum í samfélagi þar sem daglega blasa við okkur auglýsingar um mat og veitingastaði með tilheyrandi tilboðum, yfirleitt með það að markmiði að fá okkur til að borða meira af einhverri ákveðinni vöru. Matarauglýsingar í sjónvarpi og blöðum, ofurstórar matarpakkningar, litríkar umbúðir og fleira í þeim dúr er allt hannað með það í huga að lokka okkur til að kaupa vöruna eða máltíðina. Flest okkar höfum við mjög gott aðgengi að mat. Sé framboð af mat mikið eru meiri líkur á að einstaklingar hætti að hlusta á skilaboð líkamans um hvenær þeir séu saddir og borði því meira en…
Alþjóðleg ráðstefnuna um holdafarsmisrétti verður haldin hér á landi dagana 18.-19. september. Ráðstefnan er jafnt fyrir fræðimenn sem og almenning og verða í boði fjölmörg erindi um rannsóknir á fordómum og mismunun í tengslum við holdafar. Nánari upplýsingar um ráðstefnuna má finna hér . Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig sem fyrst, það er hægt að gera hér. Á Heilsunni okkar er hægt að kynna sér pistil um skaðleg áhrif fitufordóma.
Enginn efast um að hreyfing er góð fyrir heilsuna. Vitað er að hreyfing minnkar líkur á ýmsum sjúkdómum og ótímabærum dauða ásamt því að auka vellíðan og lífsgæði fólks. En hversu mikið þurfum við að hreyfa okkur til að minnka líkur á sjúkdómum tengdum kyrrsetu og ótímabærum dauða? Samkvæmt ráðleggingum Embættis landlæknis ættu fullorðnir að stunda miðlungserfiða hreyfingu í að minnsta kosti 30 mínútur daglega og börn og unglingar í að minnsta kosti 60 mínútur til að viðhalda góðri andlegri og líkamlegri getu (1). En eru þeir sem hreyfa sig mjög mikið í betri málum en þeir sem hreyfa sig…