Author: Edda Björk Þórðardóttir

Dr. Edda Björk er með doktorsgráðu í lýðheilsuvísindum og með bakgrunn í sálfræði. Hún starfar sem nýdoktor við Háskóla Íslands og sinnir kennslu við þá stofnun. Helstu rannsóknir hennar eru á sviði áfallafræða.

Vitað er að áföll geta haft alvarlegar afleiðingar í för með sér eins og áfallastreitu, kvíða og þunglyndi. Svefnvandi er einnig algeng afleiðing áfalla. Birtingarmynd svefnerfiðleika getur verið fjölbreytt, eins og t.d. að eiga erfitt með að sofna, upplifa martraðir eða kvíðaköst á nóttinni eða bregðast líkamlega við draumum sínum (s.s. að öskra, kýla frá sér eða sparka í svefni). Í rannsókn sem birtist nýlega í vísindatímaritinu Sleep könnuðu dr. Edda Björk Þórðardóttir og samstarfsfélagar hennar birtingarmynd svefnvanda hjá þolendum snjóflóðanna í Súðavík og á Flateyri árið 1995, 16 árum eftir að snjóflóðin féllu. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa vísbendingu um að…

Read More

1. Sofðu nóg Eins og við þekkjum flest af eigin raun hefur skortur á svefni neikvæð áhrif á skap okkar, líkamlega heilsu, einbeitingu og orku. Hér er að finna góð ráð til að bæta svefninn. 2. Gefðu þér tíma til að núllstilla þig Taktu frá tíma (ekki bíða eftir því að tími gefist- þá gerist það kannski aldrei!) þar sem þú gerir nákvæmlega ekki neitt. Ef vinnuvikan er annasöm getur verið gott að taka frá tíma um helgina þar sem þú slakar á heima án þess að vera með verkefnalista. Við þurfum að leggja áherslu á að börnin okkar fái…

Read More

Nýlega bandarísk rannsókn sem biritist í tímaritinu Sleep bendir til að slitróttur svefn hafi verri áhrif á andlega líðan fólks en stuttur svefn. Í rannsókninni var 62 einstaklingum skipt af handahófi í þrjá hópa, þeir sem upplifðu 1) ótruflaðan svefntíma, 2) slitróttan svefn (voru vaktir reglulega um nóttina) og 3) stuttan svefn (þeir fengu ekki að sofna fyrr en um miðja nótt). Þátttakendum var fylgt eftir í 3 daga. Niðurstöður leiddu í ljós að þrátt fyrir að hafa misst álíka langan svefntíma, þá voru þeir sem upplifðu slitróttan svefn með lakari andlega líðan (e. low positive mood) næstu daga, en…

Read More

Nú á vetrarmánuðum eru svokallaðar RS veirusýkingar algengar, einkum hjá ungbörnum. Nýlega birtist frétt um að Landspítalinn hafi takmarkað heimsóknir á Vökudeild, fæðingarvakt og meðgöngu- og sængurlegudeild vegna RS-veirusýkingar. En hver eru einkenni sýkingarinnar og hvernig er best að forðast smit? Við leituðum til Þórðar Þórkelssonar, yfirlæknis Vökudeildar Barnaspítala Hringsins og báðum hann að segja okkur nánar frá RS-veirunni. Hvað er RS-veira? RS-veiran, eða nánar tiltekið Respiratory syncytial vírus, veldur  sýkingu sem einkennist af kvefi og hósta. Allir geta smitast af RS, en sýkingin leggst þyngst á börn á fyrsta æviári og eldra fólk. Hægt er að smitast oftar en…

Read More

Senn koma jólin. Þau hafa mismunandi merkingu fyrir okkur öll og reynsla okkar af undirbúningi þeirra er misjöfn. Þær tilfinningar sem við tengjum við jólin markast af ýmsum þáttum s.s. uppeldi okkar, væntingum annarra til okkar á þessum tíma og því miður, fjárhag. Markaðssetning jóla Jólin hafa í vaxandi mæli verið klædd í stórkostlegan búning markaðssetningar. Verslanir fara lúmskar leiðir til að hafa áhrif á viðhorf okkar á því hvað sé „tilvalin“ jólagjöf. Bæklingar streyma inn á heimili okkar og undir fyrirsögninni „Jólagjöfin í ár“ eru falleg húsgögn og fatnaður, sem ein og sér kosta tugi þúsunda króna. Ekki má…

Read More

Á stund sem þessari, í kjölfar hryðjuverkaárásanna í Frakklandi, grípur flest okkar sorg og hjálparleysi. Við leitum ósjálfrátt svara við flóknum spurningum um gjörðir manna. Mikilvægt er að huga vel að börnum okkar á þessum tímum og ígrunda hvernig við getum með sem bestu móti veitt þeim stuðning og hjálpað þeim að vinna úr tilfinningum sem óhjákvæmilega vakna í tengslum við atburð sem þennan. Fyrstu viðbrögð foreldra eru oft að vernda börn sín og segja þeim ekki frá því sem gerðist. Þetta eru eðlileg viðbrögð, enda flestir fullorðnir að vinna úr sínum eigin tilfinningum sem tengjast áfallinu. Það er þó…

Read More

Mörg okkar upplifa það að hafa minni orku nú þegar veturinn færist nær. Það er kolniðamyrkur þegar við förum á fætur og stutt í myrkrið þegar vinnudegi lýkur. Sumir finna fyrir aukinni þreytu og jafnvel geðlægð í skammdeginu. Hér eru nokkrar leiðir til að að auka vellíðan á þessum dimma árstíma: Njóttu birtunnar þegar tækifæri gefst! Það er gott að koma sér út úr húsi og tileinka sér að fara í stuttan göngutúr í hádeginu þegar dagsbirtan er hvað mest. Einnig er gott að sitja nálægt gluggum þegar það er bjart og vera meðvitaður um að draga gardínur vel frá…

Read More

Hér eru taldir upp nokkrir lykilþættir sem einkenna góð sambönd, hvort sem það eru tengsl hjóna, vina eða fjölskyldu. Þetta er ekki tæmandi listi en öll höfum við gott af því að minna okkur á mikilvægi þessara þátta. Rannsóknir hafa sýnt að sambönd þar sem við upplifum að við erum elskuð, að hugað sé vel að okkur og hlustað sé á okkur hafi jákvæð áhrif á andlega og líkamlega heilsu okkar. Í lokin er fjallað um þætti sem styrkja samband, sem við veitum gjarnan minni athygli; sambandi okkar við okkur sjálf. Traust og virðing Hlustaðu á það smáa og þér…

Read More

Tímaritið Sleep Medicine birti nýlega yfirlitsgrein um niðurstöður rannsókna sem hafa verið gerðar um áhrif þess að upplifa áföll í æsku á svefnvanda á fullorðinsárum. Dæmi um áföll sem voru rannsökuð eru að hafa orðið fyrir ofbeldi eða vanrækslu sem barn eða að hafa orðið vitni af heimilisofbeldi. Flestar af þeim 30 rannsóknum sem skoðaðar voru sýndu að það að hafa upplifað áfall í æsku eykur líkur á svefnvandamálum á fullorðinsárum eins og svefnleysi, martraðir, drómasýki og kæfisvefn. Margar þessara rannsókna leiddu einnig í ljós að svefntruflanir urðu algengari eftir því sem fjöldi áfalla var meiri sem og eftir því sem þau voru…

Read More

Að undanförnu höfum við mörg orðið vör við ákveðna byltingu sem beinist að því að brjóta niður þá þöggunarmúra sem umlukt hafa kynferðisofbeldi. Andlitsmyndirnar, appelsínugulu og gulu, sem eru á facebook-síðum margra landsmanna eru þáttur í róttækri hreyfingu til að opna á umræðu um algengi kynferðisofbeldis í okkar samfélagi. Mörg okkar hafa eflaust velt því fyrir sér hvernig við getum sýnt þeim stuðning sem gengið hafa fram fyrir skjöldu og opinberað að þau hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi. Hlusta og vera til staðar Það þarf mikinn kjark til að stíga það skref að tala um reynslu af kynferðisofbeldi. Því skiptir góður…

Read More