Áföll í æsku geta leitt til svefntruflana á fullorðinsárum

0

Tímaritið Sleep Medicine birti nýlega yfirlitsgrein um niðurstöður rannsókna sem hafa verið gerðar um áhrif þess að upplifa áföll í æsku á svefnvanda á fullorðinsárum. Dæmi um áföll sem voru rannsökuð eru að hafa orðið fyrir ofbeldi eða vanrækslu sem barn eða að hafa orðið vitni af heimilisofbeldi.

Flestar af þeim 30 rannsóknum sem skoðaðar voru sýndu að það að hafa upplifað áfall í æsku eykur líkur á svefnvandamálum á fullorðinsárum eins og svefnleysi, martraðir, drómasýki og kæfisvefn.

Margar þessara rannsókna leiddu einnig í ljós að svefntruflanir urðu algengari eftir því sem fjöldi áfalla var meiri sem og eftir því sem þau voru alvarlegri.

Mikilvægt er að rannsaka hvaða afleiðingar áföll á yngstu æviárunum hafa á heilsu fólks til lengri tíma litið. Aukin þekking leiðir til bættrar meðferðar og eykur vitund bæði almennings og sérfræðinga á alvarleika áfalla á heilsu barna á fullorðinsárum.

Share.

Dr. Edda Björk er með doktorsgráðu í lýðheilsuvísindum og með bakgrunn í sálfræði. Hún starfar sem nýdoktor við Háskóla Íslands og sinnir kennslu við þá stofnun. Helstu rannsóknir hennar eru á sviði áfallafræða.