8 leiðir til að minnka streitu

0

1. Sofðu nóg

Eins og við þekkjum flest af eigin raun hefur skortur á svefni neikvæð áhrif á skap okkar, líkamlega heilsu, einbeitingu og orku. Hér er að finna góð ráð til að bæta svefninn.

 

2. Gefðu þér tíma til að núllstilla þig

Taktu frá tíma (ekki bíða eftir því að tími gefist- þá gerist það kannski aldrei!) þar sem þú gerir nákvæmlega ekki neitt.

rsz_800-3100-17-119

Ef vinnuvikan er annasöm getur verið gott að taka frá tíma um helgina þar sem þú slakar á heima án þess að vera með verkefnalista.

Við þurfum að leggja áherslu á að börnin okkar fái einnig sinn tíma þar sem það er engin dagskrá. Á virkum dögum þegar dagskráin er oft löng og ströng er sérstaklega mikilvægt að börn fái tíma á kvöldin til að ná hugarró og slökun eftir daginn. Við fullorðna fólkið komum börnunum oft upp í rúm eftir langan dag og njótum þess að slaka á í rólegheitum inn í stofu. En það má ekki gleymast að gæta þess að börnin fái einnig slíka stund þar sem slakað er á í kyrrlátu umhverfi fyrir háttatímann.

 

3. Faðmaðu fólkið þitt

12746137_10208986926380011_1483561178_n

Rannsóknir hafa sýnt að faðmlög minnka streitu og hafa jákvæð áhrif á hjarta- og æðakerfið.

Faðmlög og önnur líkamleg nánd hafa einnig jákvæð áhrif á ónæmiskerfið okkar, geðheilsu og draga úr síþreytu einkennum.

 

4. Tileinkaðu þér slökun

Hugleiðsla, vöðvaslökun, öndunaræfingar og yoga eru áhrifaríkar leiðir til að hafa áhrif á streitu.

yoga_sunset

Stutt æfing til að auka líkamlega vitund:

Leggstu niður eða sittu með fætur á gólfinu. Gefðu þér nokkrar mínútur með lokuð augu og skannaðu hvernig líkamanum líður. Byrjaðu á tánum og færðu þig upp í höfuðið og vertu meðvitaður um svæði þar sem er spenna. Þegar þú kemur að þeim svæðum, andaðu þá djúpt í 1- 2 mínútur og ímyndaðu þér að andardrátturinn renni inn á það svæði. Færðu þig þannig hægt upp eftir líkamanum og stoppaðu þar sem spennan er og gerðu nokkrar öndunaræfngar.

 

5. Vertu í félagslegum tengslum

Tenglsanetið þitt –vinir, fjölskylda og vinnufélagar- er eitt besta tækið til að takast á við streitu. Talaðu við þá sem veita þér hamingju, helst augnliti til auglits, eða að minnsta kosti í símann. Segðu þeim frá því sem þú ert að fást við hverju sinni. Ef ákveðnar aðstæður eru að valda þér streitu getur gott spjall oft hjálpað þér að sjá aðstæðurnar í öðru ljósi.

Couple riding bicycles in the cityÞað getur einnig verið endurnærandi að hitta góðan vin eða vinahóp. Það styrkir líka sambandið þitt við fólkið þitt og mundu að hlátur er spennulosandi.

Ef þig skortir gott tengslanet er um að gera að vera framsækin og skapa slík tengsl. Góð leið til þess er að sækjast eftir samveru með fólki sem á sameiginleg áhugamál með þér. Gönguhópar, útivistarhópar, bókaklúbbar og listasmiðjur eru frábær leið til að mynda ný tengsl.

 

6. Gerðu vel við þig

Hvað er það sem veitir þér ánægju? Mundu að gefa þér tíma til þess að sinna áhugamálunum þínum.

relaxbathSkelltu þér í heitt bað, nudd eða sundferð. Reyndu að njóta augnabliksins í hversdagsleikanum. Hlustaðu á góða tónlist eða farðu í göngutúr og njóttu umhverfisins.

Njóttu þess líka að setja niður við máltíðir. Þegar við erum stressuð hættir okkur til að vera á hraðferð- gleypa í okkur mat og þeytast síðan af stað í næsta verkefni. Borðaðu hægt og beindu athyglinni að hvernig maturinn bragðast og ilmar í stað þess að vera með hugann annarsstaðar.

 

7. Öll hreyfing er streitulosandi

Black sneakers with heart on white

Þú þarf ekki að hlaupa maraþon til að fá góða hreyfingu. Öll hreyfing hefur jákvæð áhrif á geðheilsu okkar. Góður göngutúr getur verið mjög endurnærandi fyrir líkama og sál. Á annasömum degi getur stuttur göngutúr, sprettur upp tröppurnar, eða að taka nokkrar mínútur til að liðka axlir og teygja úr sér verið streitulosandi.

 

8. Þakkaðu fyrir það stóra og smáa

resized011Í öllu stressinu er gott að rifja upp það sem er jákvætt í lífi þínu. Fagnaðu áföngum, stórum sem smáum og mundu að taka líka eftir litlu hlutunum í deginum þínum sem veita þér og þínum gleði og ánægju.

 

 

 

Nánari upplýsingar:

http://www.health.harvard.edu/heart-health/7-ways-to-keep-stress-and-blood-pressure-down

http://www.webmd.com/balance/guide/blissing-out-10-relaxation-techniques-reduce-stress-spot 

Share.

Dr. Edda Björk er með doktorsgráðu í lýðheilsuvísindum og með bakgrunn í sálfræði. Hún starfar sem nýdoktor við Háskóla Íslands og sinnir kennslu við þá stofnun. Helstu rannsóknir hennar eru á sviði áfallafræða.