Author: Jóhanna Eyrún Torfadóttir

Dr. Jóhanna er löggiltur næringarfræðingur og doktor í lýðheilsuvísindum. Hún starfar sem rannsóknarsérfræðingur hjá Miðstöð í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands og sem fræðslufulltrúi hjá Krabbameinsfélagi Íslands.

Þegar hugað er að barneignum þá eykst áhugi margra á mikilvægi næringar, bæði áður en meðganga hefst og meðan á meðgöngu stendur. Nýlega var sett á fót vefsíða um næringu móður og barns og er eigandi síðunnar Ingibjörg Gunnarsdóttir, prófessor í næringarfræði. Hún hefur stundað rannsóknir á þessu sviði undanfarin 15 ár. Fræðslupistlar fyrir alla og endurgjöf á næringu Á vefsíðunni eru í boði ýmsir fróðleiksmolar, sem eru aðgengilegir öllum og byggja á vísindalegum niðurstöðum, miðað við stöðu þekkingar í dag. Einnig er hægt að skrá sig inná svæðið gegn vægri greiðslu og þá er í boði að taka stutta næringarkönnun…

Read More

Við þurfum öll D-vítamín fyrir eðlilega líkamsstarfsemi og til að ná betur kalki og fosfóri úr fæðunni þegar við meltum hana. D-vítamínskortur hefur verið tengdur mörgum kvillum svo sem beinþynningu hjá fullorðnum og beinkröm hjá börnum. Eitt aðaleinkenni D-vítamínskorts er að beinin verða mjúk og aflagast með tilheyrandi hættu á beinbrotum (1). Á Íslandi þurfum við að treysta á að fá D-vítamín úr fæðunni því við búum við svo lítið sólarljós stóran hluta ársins. En þegar sólin skín þá getum við framleitt D-vítamín í gegnum húðina. Hvernig getum við notið sólarljóssins án þess að hafa áhyggjur af því að fá húðkrabbamein?…

Read More

Nýleg bandarísk rannsókn sem skoðaði mataræði karla sem allir voru með staðbundið krabbamein í blöðruhálskirtli, sýndi fram á mun á lífslíkum eftir fæðumynstri (dietary pattern) þeirra. Þátttakendur voru 962 karlar, læknar að mennt og þeim fylgt eftir að meðaltali í 14 ár. Samanborið við þátttakendur sem borðuðu mikið af baunum, ávöxtum, grænmeti, heilkorni, hvítlauk, sojavörum, fiski og jurtaolíum (heilsusamlegt fæðumynstur) reyndust þátttakendur sem borðuðu mikið af rauðu og/eða unnu kjöti, feitum mjólkurvörum, sykruðum vörum og fínunnum kornvörum (vestrænt fæðumynstur) í rúmlega tvöfalt aukinn hættu á að látast af völdum krabbameinsins. Þeir sem borðuðu dæmigert vestrænt fæði voru einnig í aukinni hættu…

Read More

Lengi hefur verið vitað að sykraðir gosdrykkir eru ekki góðir fyrir heilsu okkar. Oft blandast inní þá umræðu að gosdrykkir sem eru án sykurs en innihalda í staðinn sætuefni, séu jafn slæmir fyrir heilsu okkar eða jafnvel verri en sykraðir gosdrykkir. Af hverju eru sykraðir gosdrykkir svona slæmir? Það eru nokkrar ástæður fyrir því en sú fyrsta er mikið magn sykurs á fljótandi formi. Í einni dós af sykruðu gosi eru um 17 sykurmolar og í hálfum lítra eru um 25 sykurmolar. 1. Dagleg neysla sykraðra gosdrykkja leiðir til þyngdaraukningar og fitusöfnunar í lifrinni (1). Þegar fólk er komið yfir…

Read More

Af hverju eru grænar kartöflur varasamar? Ef þú sérð grænt í kartöflu þá inniheldur hún sólanín. Sólanín er náttúrulegt eiturefni sem getur myndast í kartöflum. Mikið hnjask og sólarljós stuðlar að myndun efnisins.  Hefðbundin einkenni sólanín eitrunar í fólki eru meltingartruflanir eins og uppköst, niðurgangur og slæmir kviðverkir. Í mjög slæmum tilfellum getur fólk dáið vegna sólanín eitrunar en í slíkum tilfellum hafa kartöflurnar verið mjög skemmdar eða þær innihaldið mikið magn af sólaníni. Ráðleggingar til að koma í veg fyrir myndun sólaníns: Framleiðendur og pökkunaraðilar eiga að flokka grænar kartöflur frá í framleiðslu. Pökkunaraðilar verða að sjá til þess að kartöflurnar séu geymdar…

Read More

Konur sem taka lýsi að minnsta kosti þrisvar í viku geta verið í minni hættu að fá kransæðasjúkdóm. Þetta sýndi nýleg íslensk rannsókn sem rúmlega 3.000 konur tóku þátt í. Helstu niðurstöður voru þær að konur sem tóku lýsi þrisvar í viku eða oftar í æsku eða á miðjum aldri voru í minni áhættu á að þróa með sér kransæðastíflu, borið saman við konur sem aldrei tóku lýsi á þessum æviskeiðum. Ef konurnar tóku lýsi bæði í æsku og á miðjum aldri var verndin enn meiri sem bendir til jákvæðra áhrifa af langtímaneyslu.  Þar sem aðrar rannsóknir benda til þess að kransæðasjúkdómar…

Read More

Þegar matvörum er raðað í ísskápinn er mikilvægt að passa að hrávörur eins og grænmeti og kjöt komist ekki í snertingu við tilbúinn mat s.s. skinku eða matarafganga. Einnig er mikilvægt að passa að raða þannig að ekki geti lekið af hráum vörum niður í td. opnar mjólkurfernur eða opin matarílát í hillunni fyrir neðan. Þegar matvæli eru geymd í kæli hægist á fjölgun baktería. Í frysti stöðvast fjölgun baktería, en þær lifa áfram.  Ísskápurinn á að vera 0-4°C og frystirinn -18°C eða kaldari. Algengt er að hitastig í ísskápum sé mun hærra en við höldum. Fylgstu með því, það skilar…

Read More

Viðbættur sykur er eitthvað sem margir vilja forðast í mataræði sínu og það er af hinu góða. En hvernig vitum við hvað er viðbættur sykur? Og skiptir máli hvort hann er viðbættur eða ekki? Sykur og hveiti eru dæmi um hráefni sem eru notuð í uppskriftir á kökum og kexi og gerð er krafa um að þau séu talinn upp í innihaldslýsingu á þessum vörum ef þær eru seldar til neytenda. Einsykrur og tvísykrur eru hráefni sem oft er bætt í matvörur í framleiðsluferlinu. Í daglegu tali köllum við ein- og tvísykrur bara sykur eða sykrur. Dæmi um einsykrur eru:…

Read More

Hver er munurinn á lágkolvetna-, steinaldar-, miðjarðarhafs- og heilsusamlegu norrænu fæði með tilliti til heilsu? Áhrif mataræðis á heilsu hefur talsvert verið rannsakað en getur verið flókið að túlka því mannfólkið borðar ávallt fleiri en eina fæðutegund á hverjum degi. Hér að neðan skoðum við kosti og galla ýmissa matarkúra. Umfjöllunin hér á ekki við um megrunarkúra því slíkir kúrar leiða sjaldnast til langvarandi árangurs. Lágkolvetnafæði Lágkolvetnafæði er skilgreint á ýmsan hátt en í grunninn þýðir það að kolvetnum er haldið í lágmarki óháð hvaðan þau koma. Í nýlegri fræðigrein um samanburð á mismunandi matarkúrum kallast það lágkolvetnafæði þegar um það bil 45% orkunnar kemur frá kolvetnum…

Read More