Author: Heilsan Okkar

Heilsan okkar er samfélag vísinda og sérfræðiþekkingar. Við leggjum áherslu á að birta eingöngu efni sem byggt er á gagnreyndri þekkingu.

Pistlahöfundar hjá Heilsunni okkar bjóða uppá fyrirlestra fyrir vinnustaði og hópa. Eru þetta um það bil klukkutíma langir fyrirlestrar þar sem gert er ráð fyrir góðum tíma til að svara spurningum. Hér má sjá upptalningu á því helsta sem við bjóðum uppá: Áföll og afleiðingar þeirra Um erindið: Um helmingur manna upplifir alvarlegt áfall á lífsleiðinni. Hvaða afleiðingar hafa slíkir atburðir á andlega og líkamlega heilsu okkar? Farið verður yfir þekktustu afleiðingar áfalla, sérstaklega áfallastreituröskun. Fjallað verður um áhættuþætti fyrir vanda í kjölfar áfalla og þá þætti sem sýnt hefur verið fram á að séu verndandi eftir áföll. Fyrirlesari: Edda Björk Þórðardóttir…

Read More

Heilsan okkar kynnir með stolti að þrír af pistlahöfundum síðunnar munu verja doktorsritgerðir sínar á næstu vikum og mánuðum. Öll verkefnin hafa verið unnin hjá Miðstöð í lýðheilsuvísindum og/eða Læknadeild við Háskóla Íslands. Fyrst í röðinni er Edda Björk Þórðardóttir en doktorsvörn hennar verður 7. júní klukkan 13:00 í Aðalbyggingu Háskóla Íslands. Hún mun verja verkefni sitt sem ber heitið: Langtíma heilsufarslegar afleiðingar snjóflóða á Íslandi árið 1995: 16 ára eftirfylgd. Enska heiti ritgerðarinnar er: Long-term health consequences of avalanches in Iceland in 1995: A 16 year follow-up. Næst í röðinni er Ragnhildur Guðrún Finnbjörnsdóttir en doktorsvörn hennar verður…

Read More

Ertu enn að klóra þér í hausnum yfir jólagjöfunum? – hér færðu nokkrar hugmyndir Jólagjafir þurfa ekki að vera dýrar og upplifun með okkar nánustu er meira virði en heimsins flottustu gjafir. En okkur langar líklega flestum að gleðja okkar nánustu með einhverju sem bætir kryddi í lífið og sýna þannig að við hugsum hlýlega til þeirra.  Af því tilefni hafa pistlahöfundar Heilsunnar okkar sett saman stuttan lista með tillögum að jólagjöfum til að hjálpa þeim sem eru ennþá að velta fyrir sér gjöfum fyrir sína nánustu. Okkar óskalisti Fæðutegundir sem eru góðar fyrir heilsuna, til dæmis gæða jómfrúarolía og/eða edik á…

Read More